Færsluflokkur: Stíll

Carine Roitfeld

Carine Roitfeld hefur ekki getað ýmindað sér hvers konar tískuikon hún myndi verða þegar hún hóf sinn feril. Hún byrjaði sem stílisti, bæði hjá franska Elle og sjálfstæð. Eftir að kynnast ljósmyndaranum Mario Testino árið 1986, hófu þau samstarf. Þau unnu að ýmsum auglýsingum og myndaþáttum fyrir bæði ameríska og franska Vogue. Eftir samstarfið með Testino, hóf Carine störf fyrir Tom Ford hjá Gucci og Yves Saint Laurent sem hans helsti tískuráðgjafi. Árið 2001 hafði svo Conde Nast fjölmiðlaveldið samband við hana um að ritstýra Vogue Paris. Hún gegnir þeirri stöðu enn þann dag í dag. 

Það sem er áhugaverðast við hana er líflega framkoman. Hún er þessi týpíska franska kona. Hún eltist ekki við að líta óaðfinnanlega út í fegurð – hárið er alltaf smá messy, augabrýrnar grófar og hún notar ekki mikið af farða. Þrátt fyrir að vera á sextugsaldri er hún ung í anda og útliti. Hún hefur líkama á við tvítuga stúlku og andlitið sýnir ekki mikil merki um öldrun. 

Hún hefur verið sögð ein best klædda kona heims. Stíllinn er elegant en samt fer hún oft á jaðarinn og sýnir hugrekki. Hún spilar leikinn ekki öruggt, heldur blandar snilldarlega saman nútímatrendum við klassískan lúxusklæðnað og tekur áhættu. Hún klæðir sig ekki of unglega en heldur hlutunum samt spennandi. Hún er í tískunni en ekki fórnarlamb hennar. 

Við fyrstu sýn lítur hún út fyrir að spá mikið í klæðaburðinn. En hún hugsar samt ekki mikið um hvaðan hún fær áhrifin. Hún hefur ekki áhuga á að kunna alla tískusöguna út í gegn og þekkja nöfn á hverjum einasta hönnuði – eitthvað sem maður lærir í tískuskóla. Hún segist hafa þetta allt í tilfinningunni, hún veit þegar henni finnst eitthvað spennandi og áhugavert. Eitt er þó víst – hún hefur eitthverja náðartískugáfu og virkilega næmt auga fyrir stíl – eitthvað sem er ekki hægt að læra í skóla. 

carineroitfeld11
 

Frægðarsól Carine hefur skinið skært allt frá því hún tók við ritsjórastöðunni. Hún endurmótaði blaðið eftir sinni eigin sýn. Franska útgáfan hefur eitthvað fram yfir hinar. Hugsunin á bakvið allt saman er listræn og útkoman er svolítið edgy, hrá, ögrandi og töff. Tímaritið hefur aldrei verið eins vinsælt og akkúrat núna.  

Það hvernig tískan er sett fram er hvað áhugaverðast við Vogue Paris. Hún er sett beinskeytt fram, þér er ekki kennt hvernig þú átt að klæða þig eftir líkamsvexti eða eftir einhverjum ákveðnum aldri. Það er ekki mikið gert til að láta tískuna verða aðgengilegri fyrir lesendur. Það eru ekki Hollywood stjörnur sem prýða forsíðurnar, heldur fyrirsætur. Það gengur ekki allt út á tískuna sem söluvarning, heldur sem listform.  

Carine stíliserar sjálf margar tískuseríur fyrir tímaritið. Hún byrjar ekki á byrjuninni í ferlinu, hún hugsar ekki um fötin fyrst. Hún segist búa til ákveðna sögu í hvert skipti sem hún stíliserar. Hún lítur á fyrirsætuna og býr til kvikmynd í höfðinu – hver er þessi stelpa og hvaða sögu býr hún yfir. Sjálf segist hún elska að blanda saman kvenlegu við karlmannlegt. Það er mjög franskt og kynþokkafullt.  

Í heimi Carine eru fyrirsætur aldrei of horaðar og demantar aldrei of dýrir. Tískan er hennar heimavöllur. Hún lifir og andar í heimi þar sem flestir eru óöruggir með sjálfan sig – henni líður hvergi betur. Í þessum heimi hefur hún völd, hún er fyrirmynd – hún er drottning tískuheimsins.

carineroitfeld22

Fyrirsætur baksviðs

Nú eru allar tískuvikurnar fjórar í París, Mílanó, New York og London afstaðnar og þótt það sé alltaf gaman að sjá það sem hönnuðurnir sýna hverju sinni, er einnig skemmtilegt að sjá hverju fræga fólkið í fremstu röðinni klæðist og fyrirsæturnar baksviðs.

Sérstaklega finnst mér stíll fyrirsætna mjög flottur. Þær hafa náttúrulega margar hverjar nánast fullkominn vöxt og því fer þeim nánast allt, en það er samt hægt að fá góðar hugmyndir frá þeim. Klæðnaður þeirra einkennist mikið af casual, basic flíkum sem virðast vera í ódýrari kantinum - því er svo blandað saman við hönnunarvörur (sem þeim er reyndar stundum gefið). Gallabuxur, leggings og sokkabuxum er klæðst við þægilega víða boli, casual kjóla og fínar prjónaflíkur. Yfirhafnir eru oftar en ekki leðurjakkar og blazer jakkar, og stígvél eru vinsælt skótau.

modelstyleNY
Efst til vinstri er Sasha Pivovarova baksviðs hjá Anna Sui, gróf stígvélin harmonera vel við mildu litina að ofan. Næst er Behati Prinsloo baksviðs hjá Derek Lam, einnig í nokkuð grófum stígvélum og þröngum kjól innan undir popp/rokk bol. Abbey Lee baksviðs hjá Calvin Klein í síðum, víðum bol og grófri peysu yfir - kósý lúkk en samt töff. Til hægri er svo Sheila Marquez baksviðs hjá Matthew Williamsson, gráar oversized buxur, leðurjakki og peysa.

Í neðri röð til vinstri eru Kasia Struss og Vlada Roslyakova baksviðs hjá Donna Karan, þær eru smart í gallabuxum, peysu og jakka - virkilega 'easy going'. Yfir í aðeins fínna, Agnete Hegelund baksviðs hjá Marc Jacobs í fínum kjól og jakka, þunn peysan yfir kjólinn gefur jarðbundnara útlit. Maryna Linchuk baksviðs hjá Rag&Bone í jakka í skólabúningastíl og hnéháum stígvélum, Prada taskan er náttúrulega bara flott. Coco Rocha til hægri baksviðs hjá Rag&Bone, mjög laid back snið og plain litir.

modelstyleMI
Chanel Iman baksviðs hjá Bottega Veneta er lengst til vinstri í skemmtilegri samsetningu af dökkólívugrænum og vínrauðbleikum. Við hlið Chanel er Mariacarla Boscono baksviðs hjá Missoni í glansandi leggings við lakkskó og flottum jakka. Inguna Butane baksviðs hjá Bottega Veneta í dökkgráum jakka í karlasniði við ljósgrá háhæluð stígvel í snákaskinni. Til hægri, þær Daiane Conterato og Carolina Pantoliani baksviðs hjá Moschino eru flottar í biker leðurjakka og víðum peysujakka.
modelstylePA
Vlada Roslyakova er í litríkum bol og klút baksviðs hjá Hussein Chalayan. Alana Zimmer baksviðs hjá Karl Lagerfeld í týpískri gallabuxna og blazer jakka samsetningu. Næst er Maryna Linchuk baksviðs hjá Viktor&Rolf í gallabuxum í rosalega flottum bláum lit og loðvesti, aftur með Prada töskuna með glansleðuráferð.

Rumi

Stíll vikunnar er Rumi, 24 ára gömul stelpa frá San Diego. Rumi verslar mikið vintage og í ódýrum verslunarkeðjum, einnig eyðir hún einstöku sinnum í hönnunarmerki í töskum og skóm, en það tvennt getur gefið gæfumuninn.


Það sem gerir stíl hennar kannski einna mest sérstakan er samsetningin. Henni líkar þegar fólk er ekkert endilega í öllu flottu en samsetningin lætur það virka og gerir það smart, sem er góð lýsing á hennar eigin stíl. Hún poppar útlitið oft upp með litum, munstrum eða flottum skóm og töskum. 


Eitt gott ráð frá henni sem hún notar til að fríska upp á lúkkið án þess að kaupa eitthvað nýtt, er að draga fram eitthvað sem hún hefur ekki klæðst í einhvern tíma og svo ‘neyðir’ hún sig til að stílisera það öðruvísi en hún hafði áður gert og þar af leiðandi verður það ferskt aftur. Það er því í raun samsetningin sem skiptir öllu máli. 


Hún er með verslun á Ebay sem kallast Treasure Chest Vintage þar sem hún selur allar vintage vörur sem hún hefur keypt en eru ekki í hennar númeri. Það er hægt að finna margt frá 7., 8. og 9.áratugnum og að mínu mati er margt flott að sjá. Hún sendir til annara landa ef einhverjir eru áhugasamir.

 

stillrumi1

 stillrumi2

stillrumi3

stillrumi4

 

Sjáið fleiri myndir á blogginu hennar Fashion Toast

Lisaplace

Það er alltaf gaman að rekast á bloggsíður þar sem fólk setur myndir af klæðnaði hvers dags, og ennþá skemmtilegra þegar viðkomandi hefur flottan persónulegan stíl. Ég hef rekist á nokkrar sem mér finnst áhugaverðar og fylgist reglulega með nýjum færslum. Ein af þessum er sænsk stelpa sem á bloggsíðuna Lisaplace.

Það sem er kannski áhugaverðast við hana er að hún er fædd '94, sem sagt á 14.ári. Hún hefur þegar myndað virkilega flottan stíl þar sem hún blandar skemmtilega saman fötum frá stórum keðjum eins og H&M og Mango við vintage aukahluti eins og skó, töskur og klúta. Það er gaman að sjá svona unga stelpu sem tekur svolitla áhættu í fatavali og er greinilega ekki að reyna að falla inní hópinn.

Fyrir utan að setja inn myndir af fötum hvers dags má sjá virkilega flottar og listrænar ljósmyndir eftir hana. En hér á eftir koma svo myndir af flottum outfitum að mínu mati. Hún gæti ábyggilega veitt mörgum innblástur.

lisaplaceblog1
lisaplaceblog2
lisaplaceblog3
lisaplaceblog4
lisaplaceblog5
 

Myndir frá Lisaplace


Innblástur frá tískufólkinu

Eins og þið hafið eflaust tekið eftir af fyrri bloggum, þá var tískuvikan í New York í síðustu viku. Eins og það getur nú verið gaman að sjá hverju fræga fólkið klæðist á sýningunum, þá jafnast ekkert við myndir af alvöru tískufólkinu. Sem sagt fólkið sem vinnur á tískutímaritunum, innkaupstjórar tískufatnaðar og almenna tísku 'insiders'. Því þetta er fólkið sem lifir og hrærist í tískuheiminum og getur verið virkilega gaman að fá innblástur frá þeim.

.

Scott Schuman er eigandi bloggsíðunnar The Sartorialist, sem er svokallað 'street style' blogg eða blogg um götutískuna. Hann hefur undanfarnar tískuvikur í New York myndað tískufólkið fyrir Style.com, auk þess að mynda sjálfur venjulegt fólk á götum New York, fyrir sitt eigið blogg þess á milli.

.

Hér á eftir koma myndir sem Scott tók í síðustu viku og hef ég safnað þeim saman og sett í nokkur trend.

streetstyle1

Buxur þurfa alls ekki að vera bara svartar. Mustard gulu buxurnar til vinstri hafa akkúrat þá sídd sem sást mikið á sýningunum fyrir sumarið og verður ábyggilega flott trend. Þessi litur fer mjög vel með navy bláum og ljósbrúnum, en þó skal varast að para svona erfiðan lit við mikið af sterkum litum. Buxurnar í miðjunni eru í einhvers konar beige lit og fara afar vel við gráan. Þær eru virkilega smart sniðnar, ekkert of þröngar en heldur ekki það víðar að þær séu sniðlausar. Lúkkið til hægri er svo frekar plain, en það sem er kannski smartast eru skórnir.

.

streetstyle2

Skór, skór, skór. Hvar værum við án þeirra? Eitt það flottasta sem um getur þegar kemur að því að setja statement eru litríkir sky-high skór. Ef skórnir eiga að vera aðalatriðið þá er best að vera ekkert með fötin of busy, ekkert sem gæti tekið athyglina af skónum. Það getur líka verið mjög flott að vera í háum opnum skóm við buxur á daginn eins og stelpan til hægri í staðinn fyrir að vera alltaf í þeim við sparitilefni.

.

streetstyle3

Stór og grófur trefill er algjörlega málið í vetur. Kannski aðeins of seint að fara að kaupa hann núna, þar sem fer vonandi að hitna bráðum (vonandi). Mér finnst flottastur þessi í miðjunni, hlýr og góður. Ekki sakar líka að vera í hlýrri peysu þegar maður er nánast berleggjaður í mínípilsi. Einnig er hann smart þessi til hægri, hann er kannski aðeins þynnri, en þá er bara um að gera að vefja hann aðeins meira um hálsinn.

.

streetstyle4

Sterkir litir geta svo sannarlega birt upp á svartan klæðnað, hvort sem það er í formi tösku, pils eða klúts. Þessi fjólublái er mjög flottur og einnig þessi fagurblái. Mér finnst alltaf aukahlutir í litum eins og klútar algjörlega nauðsynlegir fyrir svartklæddar dömur.

.

streetstyle5

Leðurjakkar eru náttúrulega mjög töffaralegir og passa við nánast allt. Mér finnst þeir persónulega flottastir þegar þeir eru í svona 'biker' sniði, þ.e. frekar stuttir, án stroffs og oft með rennilásinn aðeins til hliðar. Þeir eru flottir við dömulega kjóla, til að gera lúkkið meira hrárra í stað ofur kvenlegs. Þessi til vinstri er reyndar úr rússkinni sýnist mér, en hafði hann engu að síður með þar sem hann er í týpísku biker sniði.

.

streetstyle6

Loðfeldur er hálfgjört must á veturna. Hann er náttúrulega rosalega hlýr auk þess að vera smart. Hvort sem það er vesti, jakki eða loðkragi þá heldur hann góðum hita, sérstaklega ef maður er berleggjaður eða í þunnum sokkabuxum í nokkra stiga frosti. Og hann er klárlega flottari en dúnúlpa. Loðfeldi er hægt að fá í mörgum vintage verslunum, en þó skal forðast síðar loðkápur og í raun er allt styttra en að mjöðmum best.

.

Myndir af style.com


Chloë Sevigny

Chloë Sevigny er ekkert svakalega þekkt en það eru eflaust eitthverjir sem kannast við hana. Hún er leikkona og hefur hingað til aðallega leikið í indie kvikmyndum. Hún hefur vakið athygli á undanförnum árum fyrir virkilega flottan fatastíl. Hún fer ekki venjulegar leiðir í þeim efnum heldur er með töff persónulegan stíl og er góð í að blanda fötum saman á óvæntan en skemmtilegan hátt.

chloe1

Elle tímaritið hefur ráðið Chloë sem stílráðgjafa og mun hún sinna því starfi næstu mánuðina. Hún fær dálk í blaðinu og svarar þar bréfum sem tengjast stíl og tísku. Hún er á forsíðunni í mars og birtir tímaritið viðtal ásamt myndum af leikkonunni.

chloe2
 
 

Í viðtalinu segist hún stúdera allar tískusýningar á hverju tímabili og gerir lista yfir það sem hana langar í. Hún les einnig tískutímarit og fær innblástur úr bókmenntum. Hún verslar mikið vintage og heimsækir margar vintage verslanir í New York. Hún viðurkennir að oft væri auðveldara að hafa stílista í vinnu. Henni finnst aftur á móti ósanngjarnt þegar Hollywood leikkonum er hrósað fyrir flottan stíl, þegar þær ákveða svo ekki sjálfar hverju þær klæðast.

chloe3
 
 

Chloë á marga vini í tískuheiminum. Helst ber að nefna Marc Jacobs, sem hún hefur þekkt síðan hún var 17 ára. Þau kynntust árið 1992 þegar hann vann hjá Perry Ellis. Þetta var um svipað leyti og Marc kynnti hina eftirminnilegu grunge línu. Það sem hún er mest hrifin af í hönnun hans er hvað hann fer alltaf lengra og velur sér óvenjulegar leiðir. Af öðrum tískuvinum má nefna Nicolas Ghesquiere hjá Balenciaga, Stefano Pilati hjá YSL og Jack McCollough og Lazaro Hernandez, hönnuðir Proenza Schouler.

chloe4
 
 

Hvað ætli séu bestu tískuráðin hennar? Það að vita hvað fer manni vel, klæðast fötunum með stolti og sjálfstrausti.

Myndir frá ChloeSevignyOnline.com

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband