Færsluflokkur: Hönnuðir

Stórar axlir

Stórar axlir eru komnar aftur. Þá er ég ekki að meina herðapúða 80's tímabilsins. Flestir eru því sammála að þeir séu best geymdir inní skáp. En eins og flestir vita fer tískan í ákveðna hringi og nú er svo komið að áhersla á axlirnar verða áberandi í sumar. Þegar tískustraumur kemur aftur eftir margra ára 'pásu' þá er hann náttúrulega aldrei eins, og þetta trend er engin undantekning.

Stórar og miklar axlir birtast nú með ákveðnum nútímastíl og voru t.d. axlir Balenciaga í stóru blöðrusniði. Alexander McQueen hélt áherslunum á axlirnar innan ýkta marka. Nútímaáhrif þessa trends sáust best hjá Fendi, Yves Saint Laurent og Richard Nicoll - hreinar og skarpar línur axlanna og mjótt belti notað til að draga inn mittið, og þar með skapa ákveðnar andstæður. Það má segja að axlirnar séu frekar strúktúraðar, ermarnar eru stuttar og svolítill framtíðarstíll er yfir þeim.

strukturaxlir
strukturaxlir3

Jakkar

Meðal jakkatrenda fyrir sumarið eru stuttir og svo stórir jakkar. Stuttir jakkar henta einstaklega vel í sumarmánuðum, þar sem þeir eru oft stutterma og opnir, og þar af leiðandi léttir í hitanum. Flott er klæðast þeim sem yfirhöfn við sumarkjóla. En þeir henta einnig vel við mittisháar buxur eins og Luella sýndi. Þeir draga athygli að mittinu og eru því mjög kvenlegir.

Jakkar í yfirstærðum (oversized) hafa verið vinsælir síðustu ár. Þeir bera með sér svolítinn rokkfíling og eru oftast það stórir að þeir gætu verið karlmannsjakkar. Það er því best að halda jafnvægi á klæðnaðinum - ef jakkinn er stór, þá er best að vera annað hvort í þröngum buxum eða stuttu pilsi/stuttbuxum. Alexander Wang hélt sýnum jakka í hráum anda og ýtti ermunum upp. Sniðið á jakkanum frá Anna Molinari er nokkuð beint og í raun er hann frekar sniðlaust, þess vegna er smart að hafa svolítið volume í pilsinu.

jakkar

Grískir gyðjukjólar

Fyrir sumarið voru grískir kjólar nokkuð áberandi hjá hönnuðunum. Kjólarnir eru innblástnir af grískum gyðjum til forna. Þeir eru í dreymandi efnum með rykkingum og oft með aðra öxlina bera. Það sem er svo æðislegt við þessa kjóla er kvenleikinn, sniðið leikur um vöxtinn þótt að stundum séu þau víð. Til að forðast of víð snið, getur verið flott að vera með þunnt bellti í mittinu.

Á sýningarpöllunum voru þeir bæði stuttir og skósíðir. Litirnir voru allt frá mildum pasteltónum til skæra lita. Það er mikill fjölbreytileiki og því geta allir fundið snið og liti sem henta. Þótt þessir kjólar séu oftast í fínni kantinum er tilvalið að klæðast þeim casual á fallegum sumardegi. Bæði háir hælar og fallegir sandalar henta, og því hægt að nota við ýmis tilefni.

 

trendgriskt

Lagerfeld Confidential

Myndin sem allir tískuunnendur hafa beðið eftir er nú komin á DVD. Myndin heitir 'Lagerfeld Confidential' og sýnir ýtarlega frá tískuhönnuðinum Karl Lagerfeld. Karl er þekktur fyrir að vera hönnuður Chanel tískuhússins ásamt því að hanna línu undir eigin nafni. Fylgst er með degi í lífi hans bæði frá vinnu hans og persónulegu lífi. Myndin leyfir fólki að skyggnast inní draumaveröld tískuíkonsins sem allir elska og dá.

Áður hafa verið gerðar tvær myndir um Karl. Myndin 'Karl Lagerfeld Is Never Happy Anyway' var gerð árið 2000. Árið 2006 komu svo út heimildarþættirnir 'Signé Chanel' sem naut mikilla vinsælda. Með því að smella á titlana hér á undan getiði þið horft á myndirnar á YouTube.

Hægt er að kaupa myndina á lagerfeldfilm.com.


Það besta frá NY, París & Mílanó

Ef þið hafið ekki haft tíma eða nennu til að fylgjast með öllum sýningum á nýafstöðnum tískuvikum, þá hefur Style.com komið til bjargar með hnitmiðuðum myndböndum af því besta í hverri tískuborg. Viðtöl við hönnuði og smá brot af línunum ásamt álitum tískufólksins er eitthvað sem enginn vill missa af!

New York

Mílanó

París


Prada töskur

Það er eitthvað við töskurnar frá Prada, ég fell alltaf fyrir þeim. Síðasta haustlína innihélt nokkrar útgáfur af fallegum töskum. Þær sem urðu vinsælastar voru bæði í möttu leðri og með lakk áferð í svokölluðu 'colour bleed', þar sem dökkur litur nánast svartur blæddi inní ljósbrúnan. Aðrar töskur voru ýmist úr leðri í grænum og appelsínugulum tónum eða úr loðnu efni.

fwprada
.
Í sumarlínunni var eins og vanalega úr nógu af taka hvað töskur varðar. Þær voru hafðar í stíl við þemað, sem var m.a. náttúran og allir hennar litir. Þær eru sannkallaður draumur og er litatæknin mikið til 'colour blocking' sem eru margir mismunandi litir saman. Þær eru tilvaldar til að poppa upp svartan klæðnað.

ssprada

Auglýsingaherferð fyrir vor og sumar 2008 / Á sýningarpallinum / Sienna Miller með eintak sem kostar u.þb. 140.000 kr.

 

Ein taska úr sumarlínunni hefur orðið séstaklega vinsæl. Það er 'the fairy bag' eða álfadísartaskan. Á henni er listræn teikning eftir listamanninn James Jean af álfadísum í svörtu og jarðlitum á hvítum bakgrunni. Að hafa svoleiðis tösku á handleggnum er nánast eins og að ganga með listaverk. Sienna Miller og Jennifer Love Hewitt eru meðal þeirra mörgu stjarna sem eiga eintak, en taskan seldist upp á tveimur dögum í Neiman Marcus og nú þegar er um þriggja mánaða biðlisti. Hún er úr skinni af dádýri og kostar um 150.000 krónur. Það er þó hægt að fá minni veskisútgáfu fyrir þriðjung stærri töskunnar.

pradafairybag
Báðar töskurnar eru til með tvem mismunandi teikningum
.
Fyrir utan þessar tvær útgáfur eru einnig clutches í úrvali í fallegum skærum ’jewel’ litum úr nyloni, leðri og satíni.

ssprada-

Töskurnar sem eru væntanlegar fyrir næsta vetur eru ekki alveg eins spennandi að mínu mati en engu að síður mjög flott hönnun. Litirnir eru svartur, brúnn og beige á leðri og í blúndum – en blúndur voru gegnum gangandi í allri línunni. Pífur voru notaðar til að gefa skemmtileg smáatriði.

fw08prada

Batman & Bambi

Tíska þarf ekki alltaf að þýða alvarleiki - í sumarlínunum mátti sjá ýmsar teiknimyndapersónur og ofurhetjur í formi munsturs. Luella tók þennan innblástur hvað hæst með Batman munstri, en hún sýndi bæði boli og jakkaföt í munstrinu. Dádýrið Bambi bar einnig fyrir sjónir í sýningum Giles og Vivienne Westwood. Í tilfelli Giles var það kvenlegur kjóll og hattur sem báru munstrið en Westwood sýndi Bamba á stuttermabol. Dolce og Gabbana voru með hestamunstur á þykkri prjónapeysu fyrir sýningu D&G. Peysan minnti heldur mikið á þjóðlegar ullarpeysur, en gyllta pilsið gaf þó sveitafílingnum svolítið glys. Höfrungarnir hennar Stellu McCartney voru hressandi munstur og voru ef til vill eilítið ungbarnalegir á þessum ljósbláa bakgrunni. Marc Jacobs toppaði þó allt þegar hann gekk út í sýningu Louis Vuitton með Svamp Sveinsson á tösku. Það vakti mikla kátínu sýningargesta enda eflaust bara gert fyrir húmorinn.

fashionhumour

Ljóst gallaefni

Aðaltrendið í gallaefnum fyrir sumarið virðist vera frekar ljóst. Christopher Kane sýndi gallaefni sem var búið að tæta og var það í mjög fölum lit. Alexander Wang var einnig með ljóst gallaefni en Karen Walker var með óþvegið, en aðeins dekkra efni. Það er spurning hvort þetta verði stórt trend, en enn sem komið er hefur ekki mikið borið á því.

Það er þó tilvalið að lýsa upp á gallefnið fyrir sumarið og fá sér ljósar gallabuxur sem ná rétt fyrir ofan ökklann (í anda Alexander wang) og para saman við þunna blússu í blómamunstri a la Luella, eða gallabuxur í ljósum litum með extra víðum skálmum eins og sést á Sophiu Bush. Persónulega finnst mér fallegra þegar ljóst gallaefni er óþvegið og í frekar fölum tónum og það þarf að passa svolítið hvað fer saman við.

ljostgallefni
 
sophia_bush

Stjörnur

Stjörnur voru áberandi á sýningarpöllunum fyrir sumarið, hvort sem það var í formi munsturs á klæðnaði eða á aukahlutum. Það var óneitanlega Karl Lagerfeld sem gerði hvað mest úr þessu trendi og sýndi hann stjörnumunstur á allt frá buxum til kjóla og samfestinga. Til að sjá meira af þessu trendi hjá hönnuðunum horfið á myndbandið fyrir ofan.

stjornur

Auðvitað hafa ódýrari verslanir tekið upp stjörnutrendið, þá aðallaga með Chanel sem fyrirmynd.
Í efri röðinni frá vinstri: Star Print Dress frá ASOS, Deep V-Neck Star Print Dress frá ASOS, Star Print Tie Neck Blouse frá ASOS, Star Print Long Sleeve Blouse frá ASOS.
Neðri röð frá vinstri: Star Print Tea Dress frá ASOS, Star Print Blouse frá Topshop, Julie Brown Sophia Dress frá Revolve Clothing, Star Print Dress frá Topshop.


Meira frá París

Jæja, ég ætla að halda áfram með Parísarumfjallanirnar. Málið er að ég hef verið nokkuð upptekin og gat því ekki bloggað í gær eins og ég hafði lofað.

.
lanvin


Meistari Alber Elbaz hefur gert undurfagra haustlínu fyrir Lanvin, eins og við var að búast. Línan var mjög svört og léku áferðir stórt hlutverk. Lakk, leður, loðfeldir, ruffluð efni og svo skreytingar á borð við perlur og glitrandi steina. Fyrir utan svarta litinn voru aðrir litir mest í jarðtónum. Að mínu mati voru kjólarnir það besta við sýninguna, þeir voru í nokkrum útgáfum: fyrst voru þeir elegant í klassískum sniðum; stuttir kokkteilkjólar úr efnastrimlum í fallegum litum tóku svo við; næst komu kjólar í lausari sniðum í gyðjustíl sem minntu á snið sumarlínunnar; sýningin endaði svo á dramatískari kjólum sem voru ýmist alskreyttir glitri eða glansefni í silfur og svörtu.

.
ninaricci


Lína Nina Ricci einkenndist af fallegum haustlitum – litir nýfallinna laufblaða og draumkennd munstur í fallegu silki og chiffon og öðrum penlegum efnum. Olivier Theyskens, hönnuðurinn, sem hefur leitt merkið í gegnum talsverðar breytingar á þeim tíma sem hann hefur verið við stjórnvöllinn, sagði línuna að þessu sinni vera svolítið skrýtna og ljóðræna, og ekki dökka. Í fyrstu komu fyrisæturnar fram á sýningarpallinn klæddar í aðsniðnar buxur, blússur og jakka allt í frekar lausum sniðum en svo voru það stuttir kjólar, áfram nokkuð víðir, en jakkarnir grófari, sem prýddu pallinn og að lokum síðkjólar. Í þessu öllu saman mátti gæta svolítilla rómantískara-, og eins og hönnuðurinn segir sjálfur, ljóðrænna áhrifa.

.
requiem

Þrátt fyrir að hönnuðurnir Raffaele Borriello og Julien Desselle séu einungis að sýna í annað sinn fyrir merkið Requiem, hafa þeir góða reynslu úr tískubransanum. Haustlínan sýndi gott merki um reynslu þeirra þar sem gæði, smáatriði og klæðskurður var til fyrirmyndar og ef til vill var svolítill hátískubragur yfir sýningunni. Það sem mér fannst áhugaverðast við línuna, var að þrátt fyrir að flíkurnar bæru merki um listræna hönnun voru þær samt vel klæðilegar.
 

.

stellamccartney

Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt hvað Stella McCartney tekur tískuna ekki of alvarlega. Það er alltaf léttleiki yfir línunum hennar og ekkert þvingað. Sniðin þægilega víð, munstrin skemmtileg og flíkurnar flögra á fyrirsætunum. Litirnir voru ekki mjög áberandi í þetta skiptið, fölgrár og svartur en munstur skipuðu stóran sess. Stella heldur sig inní sínum ramma og hennar ’föstu liðir’ eins og peysukjólar, swing kápur í hálfgerðum kúlusniðum og allar kósý prjónaflíkurnar sem eru hennar svar við loðfeldum, voru á sínum stað.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband