Færsluflokkur: Trend

Hvernig er best að klæðast sumartrendunum

Oft getur verið erfitt að átta sig á hvernig sé best að klæðast hinum ýmsu tískustraumum líðandi stundar. Sérstaklega þar sem fæstir hafa líkamsvöxt á við fyrirsætur, og þær því ekki besta fyrirmyndin. Ég ætla að útskýra og koma með hugmyndir um hvernig hægt er að klæðast 8 helstu sumartrendunum (sem ég setti á bloggið fyrir svolitlu). Hvað einkennir þau, hvað ber að varast o.s.frv. Það ætti að koma sér vel núna þegar sumarvörur eru í óða önn að birtast í verslunum.  

1.  Rómantík
Það sem einkennir rómantíska trendið eru fjaðrir, pífur, létt efni og fölir litir. Pífur og rufflur (ruffles) verða sérstaklega vinsælar. Hvað fjaðrir varða, þá getur verið erfitt að klæðast þeim án þess að þær séu örlítið búningalegar. Það eru því frekar smáatriðin sem gilda þar og einnig aukahlutir. Fjaðraður kjóll getur þó verið flottur ef hann er látinn vera aðalatriðið og öðru í útlitinu haldið minimalísku og nútímalegu. Chiffon efni koma sterk inn og litirnir eru frekar hreinir og ljósir.  

2.  Blómamunstur
Þetta er trend sem hefur náð miklum vinsældum nú þegar. Það sem einkennir það eru blómamunstur af ýmsum gerðum og stærðum. Flottast er þegar munstrin eru á léttum sumarkjólum, pilsum og þunnum blússum. Rufflur henta vel hér og svolítill hippafílingur er bara af hinu góða. Gladiator sandalar henta vel við þetta munstur, þar sem þeir gefa því aðeins hrárra lúkk. Best er að leita eftir örsmáum blómum eða frekar stórum, meðalvegurinn getur haft með sér of mikinn fortíðarfíling.  

3.  Gegnsæ efni
Eftir harða útlit vetrartískunnar kemur meira sakleysi. Þetta trend einkennist af mismunandi lituðum efnum sem hafa það sameiginlegt að vera þunn og gegnsæ. Það er best að hugsa vel um hverju maður klæðist undir og varast skal að hafa þau þröng. Gegnsæu efnin koma best út ef þau eru frekar litlaus og því fallegra að klæðast sterkari litum undir.   

4.  Útvíð pils
Pilsatrendið einkennist af mikilli vídd og kvenleika. Þau geta verið í ýmsum síddum en forðast skal að þau séu síðari en hnén, sérstaklega ef víddin er mikil. Mismiklar rykkingar eru í pilsunum og best að þær séu meiri í stuttum pilsum heldur en síðum. Þau þurfa að vera há í mittið og draga það inn til að fá athyglina þangað. Hvað efri partinn varðar, þá henta aðsniðnir bolir, jakkar og blússur best ef tekið er tillit til hlutfalla. Leggirnir skulu vera helst vera berir, leggings eru allavega bannaðar.  

5.  Innblástur frá Afríku
Afríkutrendin einkennast af klæðnaði í safarístíl og munstrum innblásin frá ættbálkum Afríku. Safarístíllinn hefur verið vinsæll síðastliðin sumur, en nú er hann fágaðri og litirnir frekar í beige tónum heldur en mosagrænum. Ermalaus skyrtukjóll er gott dæmi um hvernig má ná þessu lúkki. Hvað munstrin varðar koma batík og ikat hvað sterkust inn.  

6.  Mjó belti
Beltin hafa frekar verið í breiðari kantinum undanfarið, en með sumrinu koma mjó belti. Stíllinn er frekar grófur og brúnir tónar eru vinsælir. Það þykir smart að hafa þau svolítið löng og beygja það svo inn og láta endann hanga aðeins niður – eða setja hnút. Flottast er að nota þau til að draga inn mittið á víðum og síðum kjólum í fyrirferðamiklum efnum.    

7.  Ökklabuxur
Aðalbuxnatrend sumarsins er án efa ökklabuxur. Þær einkennast af sídd sem er rétt fyrir ofan ökklann og eru þægilega víðar. Hægt er að nota buxur í venjulegri sídd og bretta svo upp á faldinn, hönnuður sýndu það í flestum tilfellum. Fallegir sumarsandalar henta einstaklega vel við buxurnar, sem og léttir jakkar. 

8.  Listræn áhrif
Munstur eru stór partur af sumartískunni og mátti gæta ýmissa listræna áhrifa. Þar sem kjólar í þessum munstrum eru oftast frekar fínir er best að klæðast þeim við aðeins fínni tilefni. Hér þarf að passa upp á hlutföllin, þar sem kjóllinn er áberandi skal varast að annað taki ekki athyglina af honum, eða geri útlitið flóknara.

sumartrend

Stórar axlir

Stórar axlir eru komnar aftur. Þá er ég ekki að meina herðapúða 80's tímabilsins. Flestir eru því sammála að þeir séu best geymdir inní skáp. En eins og flestir vita fer tískan í ákveðna hringi og nú er svo komið að áhersla á axlirnar verða áberandi í sumar. Þegar tískustraumur kemur aftur eftir margra ára 'pásu' þá er hann náttúrulega aldrei eins, og þetta trend er engin undantekning.

Stórar og miklar axlir birtast nú með ákveðnum nútímastíl og voru t.d. axlir Balenciaga í stóru blöðrusniði. Alexander McQueen hélt áherslunum á axlirnar innan ýkta marka. Nútímaáhrif þessa trends sáust best hjá Fendi, Yves Saint Laurent og Richard Nicoll - hreinar og skarpar línur axlanna og mjótt belti notað til að draga inn mittið, og þar með skapa ákveðnar andstæður. Það má segja að axlirnar séu frekar strúktúraðar, ermarnar eru stuttar og svolítill framtíðarstíll er yfir þeim.

strukturaxlir
strukturaxlir3

Jakkar

Meðal jakkatrenda fyrir sumarið eru stuttir og svo stórir jakkar. Stuttir jakkar henta einstaklega vel í sumarmánuðum, þar sem þeir eru oft stutterma og opnir, og þar af leiðandi léttir í hitanum. Flott er klæðast þeim sem yfirhöfn við sumarkjóla. En þeir henta einnig vel við mittisháar buxur eins og Luella sýndi. Þeir draga athygli að mittinu og eru því mjög kvenlegir.

Jakkar í yfirstærðum (oversized) hafa verið vinsælir síðustu ár. Þeir bera með sér svolítinn rokkfíling og eru oftast það stórir að þeir gætu verið karlmannsjakkar. Það er því best að halda jafnvægi á klæðnaðinum - ef jakkinn er stór, þá er best að vera annað hvort í þröngum buxum eða stuttu pilsi/stuttbuxum. Alexander Wang hélt sýnum jakka í hráum anda og ýtti ermunum upp. Sniðið á jakkanum frá Anna Molinari er nokkuð beint og í raun er hann frekar sniðlaust, þess vegna er smart að hafa svolítið volume í pilsinu.

jakkar

Hártíska sumarsins

Fyrir sumarið eru nokkur hártrend í gangi, ef marka má sýningarpalla hönnuðanna. Mikið er um úfið hár en einnig mátti sjá fágaðra útlit þar sem hárið var sleikt aftur í snúð eða tagl. Hér koma myndir og lýsingar á aðaltrendum sumarsins.

hartiskan1

 hartiskan2

 hartiskan3

 hartiskan4

hartiskan5

Klikkið á myndirnar til að sjá þær stærri


Grískir gyðjukjólar

Fyrir sumarið voru grískir kjólar nokkuð áberandi hjá hönnuðunum. Kjólarnir eru innblástnir af grískum gyðjum til forna. Þeir eru í dreymandi efnum með rykkingum og oft með aðra öxlina bera. Það sem er svo æðislegt við þessa kjóla er kvenleikinn, sniðið leikur um vöxtinn þótt að stundum séu þau víð. Til að forðast of víð snið, getur verið flott að vera með þunnt bellti í mittinu.

Á sýningarpöllunum voru þeir bæði stuttir og skósíðir. Litirnir voru allt frá mildum pasteltónum til skæra lita. Það er mikill fjölbreytileiki og því geta allir fundið snið og liti sem henta. Þótt þessir kjólar séu oftast í fínni kantinum er tilvalið að klæðast þeim casual á fallegum sumardegi. Bæði háir hælar og fallegir sandalar henta, og því hægt að nota við ýmis tilefni.

 

trendgriskt

Sumarlína H&M

 

hm1
hm2
hm3
 

Batman & Bambi

Tíska þarf ekki alltaf að þýða alvarleiki - í sumarlínunum mátti sjá ýmsar teiknimyndapersónur og ofurhetjur í formi munsturs. Luella tók þennan innblástur hvað hæst með Batman munstri, en hún sýndi bæði boli og jakkaföt í munstrinu. Dádýrið Bambi bar einnig fyrir sjónir í sýningum Giles og Vivienne Westwood. Í tilfelli Giles var það kvenlegur kjóll og hattur sem báru munstrið en Westwood sýndi Bamba á stuttermabol. Dolce og Gabbana voru með hestamunstur á þykkri prjónapeysu fyrir sýningu D&G. Peysan minnti heldur mikið á þjóðlegar ullarpeysur, en gyllta pilsið gaf þó sveitafílingnum svolítið glys. Höfrungarnir hennar Stellu McCartney voru hressandi munstur og voru ef til vill eilítið ungbarnalegir á þessum ljósbláa bakgrunni. Marc Jacobs toppaði þó allt þegar hann gekk út í sýningu Louis Vuitton með Svamp Sveinsson á tösku. Það vakti mikla kátínu sýningargesta enda eflaust bara gert fyrir húmorinn.

fashionhumour

Ljóst gallaefni

Aðaltrendið í gallaefnum fyrir sumarið virðist vera frekar ljóst. Christopher Kane sýndi gallaefni sem var búið að tæta og var það í mjög fölum lit. Alexander Wang var einnig með ljóst gallaefni en Karen Walker var með óþvegið, en aðeins dekkra efni. Það er spurning hvort þetta verði stórt trend, en enn sem komið er hefur ekki mikið borið á því.

Það er þó tilvalið að lýsa upp á gallefnið fyrir sumarið og fá sér ljósar gallabuxur sem ná rétt fyrir ofan ökklann (í anda Alexander wang) og para saman við þunna blússu í blómamunstri a la Luella, eða gallabuxur í ljósum litum með extra víðum skálmum eins og sést á Sophiu Bush. Persónulega finnst mér fallegra þegar ljóst gallaefni er óþvegið og í frekar fölum tónum og það þarf að passa svolítið hvað fer saman við.

ljostgallefni
 
sophia_bush

Clutches í slönguskinni

Svokallaðar clutches hafa verið vinsælar undanfarið, en það eru frekar litlar og meðfærilegar töskur. Þær eru hið fullkomna svar við trendinu á töskum í yfirstærðum sem hafa verið helsta töskutrendið síðusta árið. Clutches hafa bæði sést á rauða dreglinum og á götustílsbloggsíðum. Þessar töskur hafa vanalega einungis verið notaðar í fínni tilefnum, en nú eru þær farnar að sjást á stjörnunum á daginn. Flottast þykir að hafa þær svolítið stórar enda þægilegra svo allar nauðsynjar komist ofan í. Töskurnar hafa oftast enga ól og er því haldið á þeim með annarri hendi. Þær voru mjög vinsælar á sýningarpöllum fyrir sumarið og var slöngu- og krókódílaskinn vinsælt efni.

Vintage verslanir hafa ágætt úrval af svipuðum  töskum í slönguskinni, aðallega í svörtu, navy bláu og vínrauðu. Svo hef ég séð nokkrar í tískuverslunum, svo það er um að gera að hafa augun opin fyrir nýjasta trendinu.

clutches
clutches2

Stjörnur

Stjörnur voru áberandi á sýningarpöllunum fyrir sumarið, hvort sem það var í formi munsturs á klæðnaði eða á aukahlutum. Það var óneitanlega Karl Lagerfeld sem gerði hvað mest úr þessu trendi og sýndi hann stjörnumunstur á allt frá buxum til kjóla og samfestinga. Til að sjá meira af þessu trendi hjá hönnuðunum horfið á myndbandið fyrir ofan.

stjornur

Auðvitað hafa ódýrari verslanir tekið upp stjörnutrendið, þá aðallaga með Chanel sem fyrirmynd.
Í efri röðinni frá vinstri: Star Print Dress frá ASOS, Deep V-Neck Star Print Dress frá ASOS, Star Print Tie Neck Blouse frá ASOS, Star Print Long Sleeve Blouse frá ASOS.
Neðri röð frá vinstri: Star Print Tea Dress frá ASOS, Star Print Blouse frá Topshop, Julie Brown Sophia Dress frá Revolve Clothing, Star Print Dress frá Topshop.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband