Færsluflokkur: Tímarit

Carine Roitfeld

Carine Roitfeld hefur ekki getað ýmindað sér hvers konar tískuikon hún myndi verða þegar hún hóf sinn feril. Hún byrjaði sem stílisti, bæði hjá franska Elle og sjálfstæð. Eftir að kynnast ljósmyndaranum Mario Testino árið 1986, hófu þau samstarf. Þau unnu að ýmsum auglýsingum og myndaþáttum fyrir bæði ameríska og franska Vogue. Eftir samstarfið með Testino, hóf Carine störf fyrir Tom Ford hjá Gucci og Yves Saint Laurent sem hans helsti tískuráðgjafi. Árið 2001 hafði svo Conde Nast fjölmiðlaveldið samband við hana um að ritstýra Vogue Paris. Hún gegnir þeirri stöðu enn þann dag í dag. 

Það sem er áhugaverðast við hana er líflega framkoman. Hún er þessi týpíska franska kona. Hún eltist ekki við að líta óaðfinnanlega út í fegurð – hárið er alltaf smá messy, augabrýrnar grófar og hún notar ekki mikið af farða. Þrátt fyrir að vera á sextugsaldri er hún ung í anda og útliti. Hún hefur líkama á við tvítuga stúlku og andlitið sýnir ekki mikil merki um öldrun. 

Hún hefur verið sögð ein best klædda kona heims. Stíllinn er elegant en samt fer hún oft á jaðarinn og sýnir hugrekki. Hún spilar leikinn ekki öruggt, heldur blandar snilldarlega saman nútímatrendum við klassískan lúxusklæðnað og tekur áhættu. Hún klæðir sig ekki of unglega en heldur hlutunum samt spennandi. Hún er í tískunni en ekki fórnarlamb hennar. 

Við fyrstu sýn lítur hún út fyrir að spá mikið í klæðaburðinn. En hún hugsar samt ekki mikið um hvaðan hún fær áhrifin. Hún hefur ekki áhuga á að kunna alla tískusöguna út í gegn og þekkja nöfn á hverjum einasta hönnuði – eitthvað sem maður lærir í tískuskóla. Hún segist hafa þetta allt í tilfinningunni, hún veit þegar henni finnst eitthvað spennandi og áhugavert. Eitt er þó víst – hún hefur eitthverja náðartískugáfu og virkilega næmt auga fyrir stíl – eitthvað sem er ekki hægt að læra í skóla. 

carineroitfeld11
 

Frægðarsól Carine hefur skinið skært allt frá því hún tók við ritsjórastöðunni. Hún endurmótaði blaðið eftir sinni eigin sýn. Franska útgáfan hefur eitthvað fram yfir hinar. Hugsunin á bakvið allt saman er listræn og útkoman er svolítið edgy, hrá, ögrandi og töff. Tímaritið hefur aldrei verið eins vinsælt og akkúrat núna.  

Það hvernig tískan er sett fram er hvað áhugaverðast við Vogue Paris. Hún er sett beinskeytt fram, þér er ekki kennt hvernig þú átt að klæða þig eftir líkamsvexti eða eftir einhverjum ákveðnum aldri. Það er ekki mikið gert til að láta tískuna verða aðgengilegri fyrir lesendur. Það eru ekki Hollywood stjörnur sem prýða forsíðurnar, heldur fyrirsætur. Það gengur ekki allt út á tískuna sem söluvarning, heldur sem listform.  

Carine stíliserar sjálf margar tískuseríur fyrir tímaritið. Hún byrjar ekki á byrjuninni í ferlinu, hún hugsar ekki um fötin fyrst. Hún segist búa til ákveðna sögu í hvert skipti sem hún stíliserar. Hún lítur á fyrirsætuna og býr til kvikmynd í höfðinu – hver er þessi stelpa og hvaða sögu býr hún yfir. Sjálf segist hún elska að blanda saman kvenlegu við karlmannlegt. Það er mjög franskt og kynþokkafullt.  

Í heimi Carine eru fyrirsætur aldrei of horaðar og demantar aldrei of dýrir. Tískan er hennar heimavöllur. Hún lifir og andar í heimi þar sem flestir eru óöruggir með sjálfan sig – henni líður hvergi betur. Í þessum heimi hefur hún völd, hún er fyrirmynd – hún er drottning tískuheimsins.

carineroitfeld22

Marstímaritin

Nú er kominn nýr mánuður og ætla ég að birta forsíður helstu tímaritanna fyrir mars. Ég veit að það eru nú þegar komnar forsíður af aprílblöðunum á netið, en það er þannig að mars tímaritin koma út í byrjun febrúar, apríl tímaritin koma út í byrjun mars o.s.frv, s.s. alltaf mánuði á undan þeim mánuði sem stendur á forsíðunni. En tímaritin koma svo seint til Íslands, þannig að mars blöðin eru flest nýkomin í verslanirnar. Margar verslanir eru þó byrjaðar að bæta þetta. Ég þoli samt ekki að ganga inn í tímaritaverslun/bókabúð og sjá tímarit merkt mánuðinum á undan - það þýðir í raun að það hafi komið út fyrir tveimur mánuðum og efnið búið til fyrir þremur mánuðum. Strangt til orða tekið er efnið nánast úrelt eða gamalt.

mar-bazaar


Á forsíðu breska Harper's Bazaar er Gisele Bundchen klædd í kjól úr sumarlínu Prada. Marsútgáfan er svokallað Power Issue og er listi yfir valdamestu konur heims árið 2008. Stór grein er um topp breska hönnuði eins og Christopher Kane, Gareth Pugh, Vivienne Westwood, Giles Deacon o.fl.
Á forsíðu ameríska Harper's Bazaar er svo Lindsay Lohan. Amersíska Bazaar er aldrei með eitthvað virkilega spennandi forsíður og þessi mánuður var engin undantekning. Forsíðan er flott en þetta er líka nokkuð save útlit.

 

mar-elle


Chloe Sevigny er á forsíðu breska Elle. Blaðið er hnausþykkt og fullt af skemmtilegu efni. Eins og ég hef nefnt áður þá er Chloe orðinn stílráðgjafi blaðsins og mun sinna því næstu mánuðina. Mér finnst breska útgáfan af Elle orðið betra en það var og það stendur framar en það ameríska bæði hvað varðar frumleika og svo efnið sjálft.
Leikkonan Amy Adams er á forsíðu ameríska Elle. Ég er aldrei hrifin af pökkuðum forsíðunum þar sem ekkert sést fyrir texta.

 

mar-vogueusuk


Goðsögnin Kate Moss prýðir forsíðu breska Vogue í Dolce & Gabbana. Blaðið er stærsta marsblaðið í sögu tímaritsins, eða 430 blaðsíður. Það var sláð met í auglýsingum og eru þær á rúmum 280 blaðsíðum. Fullt af efni um vor og sumartískuna.
Það er Drew Barrymore sem er í ameríska Vogue. Eins og breska Bazaar er þetta svokallað Power Issue og inniheldur það allt frá viðtölum við valdamiklar konur til umfjallana um valdamikil tískuhús. Þið getið séð vídeó frá gerð forsíðunnar í fyrra bloggi

 

mar-vogueforeign


Bæði franska og ítalska Vogue eru með fyrirsætur á sínum forsíðum, sem mér finnst alltaf jafn gaman. Lara Stone er í Vogue Paris, klædd í sumarlínu Prada. Kamila Filipcikova er í ítalska, í kjól frá Dolce & Gabbana.

 

mar-vw


Það er hún Gwen Stefani sem er á forsíðu V og finnst mér hún mjög flott. Þær Scarlett Johansson og Natalie Portman eru á forsíðu W - báðar í Miu Miu. Mér finnst svipurinn á Scarlett eitthvað svo fráhrindandi miðað við Natalie. Einnig skil ég ekki alveg hvað er málið með hundinn, einhver Paris Hilton fílingur við hann.

 

mar-nylon


Að lokum er svo Rachel Bilson í Nylon.

 

Ég vil geta þess að forsíðurnar sem hér sjást gætu verið öðruvísi í íslenskum tímaritaverslunum. Ég næ í myndirnar á netinu og stundum eru tvær útgáfur af forsíðum í gangi - annars vegar fyrir áskrifendur og svo fyrir lausasölu.


Drew Barrymore í Vogue

Mars útgáfan af ameríska Vogue (sem er svokallað 'Power Issue') ber leikkonuna Drew Barrymore á forsíðunni, en þetta er í þriðja sinn sem hún er á forsíðunni. Fyrir neðan er myndband frá myndatökunni, tekið er viðtal við Drew og Vogue býður lesendum að skyggnast bakvið tjöldin. Það vakti athygli mína í myndbandinu þar sem sagt var að maður tengdi Drew einhvernveginn aldrei við tískuheiminn, en á síðustu árum hefur hún blómstrað í fallega konu og hún er farin að klæða sig flott og orðin svolítið elegant. Ég gæti ekki verið meira sammála!


Eau de Rose

Eitt af því skemmtilegasta við tískutímarit að mínu mati eru tískuþættirnir/myndasyrpurnar. Franska Vogue er mjög framarlega á sviði tískuþátta þar sem mikil vinna og listræn hugsun hefur verið lögð í syrpunar. Annað en mörg tímarit þar sem fyrirsætunum er skellt í föt og myndirnar teknar inní stúdíói. Það er oft ekkert voðalega spennandi. Þrátt fyrir það þarf takan ekki að vera flókin og því ætla ég að setja hér nokkrar myndir úr tískuþætti úr mars tölublaði franska Vogue. Bakgrunnurinn er einungis hvít strönd og sjórinn og leyfir það bleika litnum að njóta sín. Það er rússneska fyrirsætan Sasha Pivovarova sem prýðir myndirnar.

eauderose1

eauderose3

eauderose5

eauderose6

eauderose9

eauderose10

Mikið af bleiku gæti einhverjir verið að hugsa, en hann er þó frískandi í skammdeginu þessi bjarti litur. Mér finnst bleiku tónarnir njóta sín mjög vel við bakgrunninn og stjarnan er notuð á flottan hátt, en stjörnumunstur og stjörnuhálsmen voru vinsæl á sumar sýningarpöllunum m.a. frá Chanel og Yves Saint Laurent. Hvað varðar hár og förðun, þá er ég ekki að fíla hárið, svolítið tjásulegt. Veit ekki alveg með augnförðunina, en er allavega ekkert yfir mig hrifin.

Allt í allt finnst mér þetta samt mjög smart.


Bakvið tjöldin: Vogue

Myndbandið sýnir gerð febrúarútgáfuna af breska Vogue. Það er tekið viðtal við tískustjórann, Kate Phelan, og hún segir frá myndasyrpu í blaðinu með ýmsum upprennandi breskum hönnuðum eins og Gareth Pugh, Roksanda Illincic og Henry Holland. Það er tekið viðtal við Henry, sem segir það vera heiður að vera nefndur í syrpunni. Einnig er viðtal við Sarah Harris, sem er tískublaðamaður, en hún vann að gerð greinar um 20 ný trend fyrir sumarið. Anne-Marie Solowij sér um fegurð og heilsu, og aðalgreinin í þeirri deild var um ýmis frí sem eru góð heilsunni.


Febrúartímaritin

Ég ætla að vera með alltaf í byrjun hvers mánaðar forsíður á svona helstu, vinsælustu tískutímaritunum. Að mínu mati eru það Bazaar, Elle, Vogue og Nylon. Ástæðan fyrir því að ég tek ekki Cosmopolitan, Glamour og þau blöð, er að þó að þetta séu eflaust fín tímarit þá er kannski aðaláherslan ekki beint á tísku. En annars má hver dæma um það hvað sé 'alvöru' tískutímarit.

Það sem einkennir flest febrúar blöðin (og reyndar marsblöðin í sumum tilvikum) eru öll vor og sumar trendin. Þannig það er um að gera að kaupa nokkur blöð til að stúdera sumartískuna.

bazaarfeb
Breska Harper's Bazaar & Ameríska Harper's Bazaar

Eins og þið sjáið á báðum forsíðunum eru þeir að sýna allt það nýjasta fyrir sumarið, ameríska kannski meira.

ellefeb
Breska ELLE & Ameríska ELLE

Karolina Kurkova er á bresku forsíðunni, en þeir eru með sérstakt Trend Issue. Ég er búin að kaupa blaðið og var mjög ánægð. Það er 'trend report', það nýjasta í aukahlutum, fínar greinar og tvær myndasyrpur. Forsíðan á ameríska er pökkuð eins og vanalega og því ætti að nóg af áhugaverðu efni.

vogueukusfeb
Breska Vogue & Ameríska Vogue

Mér finnst æðislegt að sjá þegar það eru raunverulegar fyrirsætur á forsíðunum en ekki leik- eða söngkonur, þó það sé fínt af og til. Sasha Pivovarova prýðir forsíðu breska. Þeir eru með fullar síður af nýjustu trendunum, samt er mars blaðið 'Spring Collections Special', heilar 430 síður. Þrjár myndasyrpur/tískuþættir eru í blaðinu; Spring Forward, Light & Fantastic og Anarchy in the UK. Kate Bosworth er á forsíðu ameríska.

vogueforeignfeb

Vogue Paris & Vogue Italia
Naomi og Kate Moss á forsíðu franska. Virkilega flott! Agnete Hegelund & Kamila Filipcikova eru svo á forsíðu ítalska. Ég er ekkert allt of hrifin af coverinu, mjög kántrý.

feb-nylon
Nylon

The Kills á forsíðunni, en þennan mánuðinn er spes London issue. Spennandi.

Á morgun set ég svo myndband af gerð febrúar tímarits breska Vogue.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband