Prada töskur

Það er eitthvað við töskurnar frá Prada, ég fell alltaf fyrir þeim. Síðasta haustlína innihélt nokkrar útgáfur af fallegum töskum. Þær sem urðu vinsælastar voru bæði í möttu leðri og með lakk áferð í svokölluðu 'colour bleed', þar sem dökkur litur nánast svartur blæddi inní ljósbrúnan. Aðrar töskur voru ýmist úr leðri í grænum og appelsínugulum tónum eða úr loðnu efni.

fwprada
.
Í sumarlínunni var eins og vanalega úr nógu af taka hvað töskur varðar. Þær voru hafðar í stíl við þemað, sem var m.a. náttúran og allir hennar litir. Þær eru sannkallaður draumur og er litatæknin mikið til 'colour blocking' sem eru margir mismunandi litir saman. Þær eru tilvaldar til að poppa upp svartan klæðnað.

ssprada

Auglýsingaherferð fyrir vor og sumar 2008 / Á sýningarpallinum / Sienna Miller með eintak sem kostar u.þb. 140.000 kr.

 

Ein taska úr sumarlínunni hefur orðið séstaklega vinsæl. Það er 'the fairy bag' eða álfadísartaskan. Á henni er listræn teikning eftir listamanninn James Jean af álfadísum í svörtu og jarðlitum á hvítum bakgrunni. Að hafa svoleiðis tösku á handleggnum er nánast eins og að ganga með listaverk. Sienna Miller og Jennifer Love Hewitt eru meðal þeirra mörgu stjarna sem eiga eintak, en taskan seldist upp á tveimur dögum í Neiman Marcus og nú þegar er um þriggja mánaða biðlisti. Hún er úr skinni af dádýri og kostar um 150.000 krónur. Það er þó hægt að fá minni veskisútgáfu fyrir þriðjung stærri töskunnar.

pradafairybag
Báðar töskurnar eru til með tvem mismunandi teikningum
.
Fyrir utan þessar tvær útgáfur eru einnig clutches í úrvali í fallegum skærum ’jewel’ litum úr nyloni, leðri og satíni.

ssprada-

Töskurnar sem eru væntanlegar fyrir næsta vetur eru ekki alveg eins spennandi að mínu mati en engu að síður mjög flott hönnun. Litirnir eru svartur, brúnn og beige á leðri og í blúndum – en blúndur voru gegnum gangandi í allri línunni. Pífur voru notaðar til að gefa skemmtileg smáatriði.

fw08prada

Batman & Bambi

Tíska þarf ekki alltaf að þýða alvarleiki - í sumarlínunum mátti sjá ýmsar teiknimyndapersónur og ofurhetjur í formi munsturs. Luella tók þennan innblástur hvað hæst með Batman munstri, en hún sýndi bæði boli og jakkaföt í munstrinu. Dádýrið Bambi bar einnig fyrir sjónir í sýningum Giles og Vivienne Westwood. Í tilfelli Giles var það kvenlegur kjóll og hattur sem báru munstrið en Westwood sýndi Bamba á stuttermabol. Dolce og Gabbana voru með hestamunstur á þykkri prjónapeysu fyrir sýningu D&G. Peysan minnti heldur mikið á þjóðlegar ullarpeysur, en gyllta pilsið gaf þó sveitafílingnum svolítið glys. Höfrungarnir hennar Stellu McCartney voru hressandi munstur og voru ef til vill eilítið ungbarnalegir á þessum ljósbláa bakgrunni. Marc Jacobs toppaði þó allt þegar hann gekk út í sýningu Louis Vuitton með Svamp Sveinsson á tösku. Það vakti mikla kátínu sýningargesta enda eflaust bara gert fyrir húmorinn.

fashionhumour

Fyrirsætur baksviðs

Nú eru allar tískuvikurnar fjórar í París, Mílanó, New York og London afstaðnar og þótt það sé alltaf gaman að sjá það sem hönnuðurnir sýna hverju sinni, er einnig skemmtilegt að sjá hverju fræga fólkið í fremstu röðinni klæðist og fyrirsæturnar baksviðs.

Sérstaklega finnst mér stíll fyrirsætna mjög flottur. Þær hafa náttúrulega margar hverjar nánast fullkominn vöxt og því fer þeim nánast allt, en það er samt hægt að fá góðar hugmyndir frá þeim. Klæðnaður þeirra einkennist mikið af casual, basic flíkum sem virðast vera í ódýrari kantinum - því er svo blandað saman við hönnunarvörur (sem þeim er reyndar stundum gefið). Gallabuxur, leggings og sokkabuxum er klæðst við þægilega víða boli, casual kjóla og fínar prjónaflíkur. Yfirhafnir eru oftar en ekki leðurjakkar og blazer jakkar, og stígvél eru vinsælt skótau.

modelstyleNY
Efst til vinstri er Sasha Pivovarova baksviðs hjá Anna Sui, gróf stígvélin harmonera vel við mildu litina að ofan. Næst er Behati Prinsloo baksviðs hjá Derek Lam, einnig í nokkuð grófum stígvélum og þröngum kjól innan undir popp/rokk bol. Abbey Lee baksviðs hjá Calvin Klein í síðum, víðum bol og grófri peysu yfir - kósý lúkk en samt töff. Til hægri er svo Sheila Marquez baksviðs hjá Matthew Williamsson, gráar oversized buxur, leðurjakki og peysa.

Í neðri röð til vinstri eru Kasia Struss og Vlada Roslyakova baksviðs hjá Donna Karan, þær eru smart í gallabuxum, peysu og jakka - virkilega 'easy going'. Yfir í aðeins fínna, Agnete Hegelund baksviðs hjá Marc Jacobs í fínum kjól og jakka, þunn peysan yfir kjólinn gefur jarðbundnara útlit. Maryna Linchuk baksviðs hjá Rag&Bone í jakka í skólabúningastíl og hnéháum stígvélum, Prada taskan er náttúrulega bara flott. Coco Rocha til hægri baksviðs hjá Rag&Bone, mjög laid back snið og plain litir.

modelstyleMI
Chanel Iman baksviðs hjá Bottega Veneta er lengst til vinstri í skemmtilegri samsetningu af dökkólívugrænum og vínrauðbleikum. Við hlið Chanel er Mariacarla Boscono baksviðs hjá Missoni í glansandi leggings við lakkskó og flottum jakka. Inguna Butane baksviðs hjá Bottega Veneta í dökkgráum jakka í karlasniði við ljósgrá háhæluð stígvel í snákaskinni. Til hægri, þær Daiane Conterato og Carolina Pantoliani baksviðs hjá Moschino eru flottar í biker leðurjakka og víðum peysujakka.
modelstylePA
Vlada Roslyakova er í litríkum bol og klút baksviðs hjá Hussein Chalayan. Alana Zimmer baksviðs hjá Karl Lagerfeld í týpískri gallabuxna og blazer jakka samsetningu. Næst er Maryna Linchuk baksviðs hjá Viktor&Rolf í gallabuxum í rosalega flottum bláum lit og loðvesti, aftur með Prada töskuna með glansleðuráferð.

Ljóst gallaefni

Aðaltrendið í gallaefnum fyrir sumarið virðist vera frekar ljóst. Christopher Kane sýndi gallaefni sem var búið að tæta og var það í mjög fölum lit. Alexander Wang var einnig með ljóst gallaefni en Karen Walker var með óþvegið, en aðeins dekkra efni. Það er spurning hvort þetta verði stórt trend, en enn sem komið er hefur ekki mikið borið á því.

Það er þó tilvalið að lýsa upp á gallefnið fyrir sumarið og fá sér ljósar gallabuxur sem ná rétt fyrir ofan ökklann (í anda Alexander wang) og para saman við þunna blússu í blómamunstri a la Luella, eða gallabuxur í ljósum litum með extra víðum skálmum eins og sést á Sophiu Bush. Persónulega finnst mér fallegra þegar ljóst gallaefni er óþvegið og í frekar fölum tónum og það þarf að passa svolítið hvað fer saman við.

ljostgallefni
 
sophia_bush

Clutches í slönguskinni

Svokallaðar clutches hafa verið vinsælar undanfarið, en það eru frekar litlar og meðfærilegar töskur. Þær eru hið fullkomna svar við trendinu á töskum í yfirstærðum sem hafa verið helsta töskutrendið síðusta árið. Clutches hafa bæði sést á rauða dreglinum og á götustílsbloggsíðum. Þessar töskur hafa vanalega einungis verið notaðar í fínni tilefnum, en nú eru þær farnar að sjást á stjörnunum á daginn. Flottast þykir að hafa þær svolítið stórar enda þægilegra svo allar nauðsynjar komist ofan í. Töskurnar hafa oftast enga ól og er því haldið á þeim með annarri hendi. Þær voru mjög vinsælar á sýningarpöllum fyrir sumarið og var slöngu- og krókódílaskinn vinsælt efni.

Vintage verslanir hafa ágætt úrval af svipuðum  töskum í slönguskinni, aðallega í svörtu, navy bláu og vínrauðu. Svo hef ég séð nokkrar í tískuverslunum, svo það er um að gera að hafa augun opin fyrir nýjasta trendinu.

clutches
clutches2

Stjörnur

Stjörnur voru áberandi á sýningarpöllunum fyrir sumarið, hvort sem það var í formi munsturs á klæðnaði eða á aukahlutum. Það var óneitanlega Karl Lagerfeld sem gerði hvað mest úr þessu trendi og sýndi hann stjörnumunstur á allt frá buxum til kjóla og samfestinga. Til að sjá meira af þessu trendi hjá hönnuðunum horfið á myndbandið fyrir ofan.

stjornur

Auðvitað hafa ódýrari verslanir tekið upp stjörnutrendið, þá aðallaga með Chanel sem fyrirmynd.
Í efri röðinni frá vinstri: Star Print Dress frá ASOS, Deep V-Neck Star Print Dress frá ASOS, Star Print Tie Neck Blouse frá ASOS, Star Print Long Sleeve Blouse frá ASOS.
Neðri röð frá vinstri: Star Print Tea Dress frá ASOS, Star Print Blouse frá Topshop, Julie Brown Sophia Dress frá Revolve Clothing, Star Print Dress frá Topshop.


Meira frá París

Jæja, ég ætla að halda áfram með Parísarumfjallanirnar. Málið er að ég hef verið nokkuð upptekin og gat því ekki bloggað í gær eins og ég hafði lofað.

.
lanvin


Meistari Alber Elbaz hefur gert undurfagra haustlínu fyrir Lanvin, eins og við var að búast. Línan var mjög svört og léku áferðir stórt hlutverk. Lakk, leður, loðfeldir, ruffluð efni og svo skreytingar á borð við perlur og glitrandi steina. Fyrir utan svarta litinn voru aðrir litir mest í jarðtónum. Að mínu mati voru kjólarnir það besta við sýninguna, þeir voru í nokkrum útgáfum: fyrst voru þeir elegant í klassískum sniðum; stuttir kokkteilkjólar úr efnastrimlum í fallegum litum tóku svo við; næst komu kjólar í lausari sniðum í gyðjustíl sem minntu á snið sumarlínunnar; sýningin endaði svo á dramatískari kjólum sem voru ýmist alskreyttir glitri eða glansefni í silfur og svörtu.

.
ninaricci


Lína Nina Ricci einkenndist af fallegum haustlitum – litir nýfallinna laufblaða og draumkennd munstur í fallegu silki og chiffon og öðrum penlegum efnum. Olivier Theyskens, hönnuðurinn, sem hefur leitt merkið í gegnum talsverðar breytingar á þeim tíma sem hann hefur verið við stjórnvöllinn, sagði línuna að þessu sinni vera svolítið skrýtna og ljóðræna, og ekki dökka. Í fyrstu komu fyrisæturnar fram á sýningarpallinn klæddar í aðsniðnar buxur, blússur og jakka allt í frekar lausum sniðum en svo voru það stuttir kjólar, áfram nokkuð víðir, en jakkarnir grófari, sem prýddu pallinn og að lokum síðkjólar. Í þessu öllu saman mátti gæta svolítilla rómantískara-, og eins og hönnuðurinn segir sjálfur, ljóðrænna áhrifa.

.
requiem

Þrátt fyrir að hönnuðurnir Raffaele Borriello og Julien Desselle séu einungis að sýna í annað sinn fyrir merkið Requiem, hafa þeir góða reynslu úr tískubransanum. Haustlínan sýndi gott merki um reynslu þeirra þar sem gæði, smáatriði og klæðskurður var til fyrirmyndar og ef til vill var svolítill hátískubragur yfir sýningunni. Það sem mér fannst áhugaverðast við línuna, var að þrátt fyrir að flíkurnar bæru merki um listræna hönnun voru þær samt vel klæðilegar.
 

.

stellamccartney

Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt hvað Stella McCartney tekur tískuna ekki of alvarlega. Það er alltaf léttleiki yfir línunum hennar og ekkert þvingað. Sniðin þægilega víð, munstrin skemmtileg og flíkurnar flögra á fyrirsætunum. Litirnir voru ekki mjög áberandi í þetta skiptið, fölgrár og svartur en munstur skipuðu stóran sess. Stella heldur sig inní sínum ramma og hennar ’föstu liðir’ eins og peysukjólar, swing kápur í hálfgerðum kúlusniðum og allar kósý prjónaflíkurnar sem eru hennar svar við loðfeldum, voru á sínum stað.


Tískuvikan í París

Mér finnst tískuvikan í París sú besta af öllum og þetta skipti var engin undantekning. Það er fyrir löngu orðin staðreynd að París er tískuborgin. Mörg elstu tískuhús heims sbr. Balenciaga og Lanvin, sýna, ásamt nýrri merkjum á borð við Viktor & Rolf og breska hönnuðurinn Stella McCartney. París er ábyggilega eftirsóttasta tískuvikan af hönnuðum til að sýna á og því koma þeir alls staðar frá. Það voru virkilega margar línur sem ég var hrifin af að þessu sinni og erfitt að velja bara nokkrar til að fjalla um. Dæmi um flotta hönnun sem ég mun ekki taka sérstaklega fyrir, var Alessandra Facchinetti fyrir Valentino, en eins og margir vita lét hann af störfum nýverið. Hún var undir svolitlu álagi frá tískuheiminum til að uppfylla kröfur tískuhússins, en hún stóð sig með prýði og tókst snilldarlega að yngja upp á hönnunina, ásamt því að halda svolítið í sögu hússins. Það voru því flestir sammála því að henni hefði tekist vel til. Einnig tókst lína Giambattista Valli einkum vel. Hugmyndin að litapallettunni, blóðlaus kona sem endar í ástríðu, kom vel til skila þar sem sýningin byrjaði í ljósum litum, fór svo yfir í svartan og endaði í rauðum tónum. Klassísku Giambattista Valli sniðin voru til staðar, með miklu volume á mjöðmum. Ein önnur lína sem vakti athygli mína var Sonia Rykiel. Bjartir litir, skemmtileg munstur og bros fyrirsætanna gáfu sýningunni mikið líf. 

.

balenciaga


Nicolas Ghesquière hefur svo sannarlega stimplað sig inn á kortið í tískuheiminum sem hönnuður Balenciaga. Fyrir haustlínuna leitaði Nicolas í innblástur frá spænskri menningu í bland við film noir kvikmyndir. Einnig hélt hann í vísindalega fílinginn sem hann hefur unnið með í síðustu línum. Þar koma latex, plastefni og framúrstefnuleg snið sterk inn. Skartið, sem var í mjög miklum glamúr stíl, spilaði skemmtilega með ólíkum stefnum. Spænski innblásturinn var þó viðeigandi því Cristóbal Balenciaga, stofnandi tískuhússins, var spænskur og því við hæfi að heiðra upprunann. Í línunni mátti sjá flott munstur sem Nicolas sagði vera eldri hönnun Cristóbal.  

.

balmain


Í fararbroddi Balmain er hönnuðurinn Cristophe Decarnin. Hann sagði línuna fyrir haustið vera rokkara- og pönkaralegri en fyrir sumarið. Línan var frjálsleg með leðri, glitri og glans, hlébarðamunstri og stuttum partýkjólum. Fatnaðurinn bar yfir sér ferskan og unglegan anda og mátti jafnvel gæta ýmissa hippaáhrifa í bland við rokkið. Það krefst hugrekkis að klæðast áberandi munstrum og glitri og því er klæðnaðurinn ekki fyrir íhaldssama, þótt inn á milli hafi reyndar sést í einstaka svartan kjól og plain jakka – aðallega til að spila á móti öllu rokkinu. 

.

chloe


Út í aðeins meiri kvenleika, lína Chloé innihélt mikið af chiffon efni, oft svo þunnu að það var gegnsætt en einnig voru notuð nokkur lög og þá voru bróderingar algengar sem skreytingar. Aðallitur sýningarinnar var navy blár í bland við listræn blómamunstur í svolitlum gamaldagsstíl. Svíanum Paulo Melim Andersson tókst enn og aftur að gera kvenlega línu en með þægilegum sniðum og listrænum og skemmtilegum smáatriðum. 

.

emanuelungaro


Emanuel Ungaro lét af störfum árið 2001 og Peter Dundas tók við. Nú hefur hins vegar aftur orðið breyting og hinn ungi og efnilegi Esteban Cortazar orðinn hönnuður merkisins. Þrátt fyrir þekkta litagleði Emanuel voru litirnir að þessu sinni fölir með undantekningu frá skærbleikum og dökkgráum. Munstrin voru sérlega falleg og grófar prjónafléttur gáfu tóninn fyrir prjónaflíkur línunnar. Jersey efni voru oft fallega rykkt og útkoman voru draumleg snið. Að öllu jöfnu tókst línan að mínu mati afburða vel miðað við hversu mátti búast í fyrstu línunni. 

.

 

givenchy


Lína Givenchy sem Riccardo Tisci hannar, var í stuttu máli dökk rómantík með svolitlum goth áhrifum. Það sem Riccardo hafði þó í huga við gerð línunnar voru ferðalög hans til Suður Ameríku. Við nánari skoðun kom í ljós að víða mátti geta innblástursins í flamenco dönsurum, nautabönum og kaþólskri trú. Þessi áhrif voru þau kannski einna helst í smáatriðum og aukahlutum. Klæðnaðurinn var að mestu klæðskornir jakkar og kápur og leðurbuxur í svörtu til móts við kvenlegra og rómantískra blússa. Fullkomnar samsetningar frá mismunandi áhrifum.

.

 

Fleiri umfjallanir frá París muna koma koma á bloggið á morgun.


Marstímaritin

Nú er kominn nýr mánuður og ætla ég að birta forsíður helstu tímaritanna fyrir mars. Ég veit að það eru nú þegar komnar forsíður af aprílblöðunum á netið, en það er þannig að mars tímaritin koma út í byrjun febrúar, apríl tímaritin koma út í byrjun mars o.s.frv, s.s. alltaf mánuði á undan þeim mánuði sem stendur á forsíðunni. En tímaritin koma svo seint til Íslands, þannig að mars blöðin eru flest nýkomin í verslanirnar. Margar verslanir eru þó byrjaðar að bæta þetta. Ég þoli samt ekki að ganga inn í tímaritaverslun/bókabúð og sjá tímarit merkt mánuðinum á undan - það þýðir í raun að það hafi komið út fyrir tveimur mánuðum og efnið búið til fyrir þremur mánuðum. Strangt til orða tekið er efnið nánast úrelt eða gamalt.

mar-bazaar


Á forsíðu breska Harper's Bazaar er Gisele Bundchen klædd í kjól úr sumarlínu Prada. Marsútgáfan er svokallað Power Issue og er listi yfir valdamestu konur heims árið 2008. Stór grein er um topp breska hönnuði eins og Christopher Kane, Gareth Pugh, Vivienne Westwood, Giles Deacon o.fl.
Á forsíðu ameríska Harper's Bazaar er svo Lindsay Lohan. Amersíska Bazaar er aldrei með eitthvað virkilega spennandi forsíður og þessi mánuður var engin undantekning. Forsíðan er flott en þetta er líka nokkuð save útlit.

 

mar-elle


Chloe Sevigny er á forsíðu breska Elle. Blaðið er hnausþykkt og fullt af skemmtilegu efni. Eins og ég hef nefnt áður þá er Chloe orðinn stílráðgjafi blaðsins og mun sinna því næstu mánuðina. Mér finnst breska útgáfan af Elle orðið betra en það var og það stendur framar en það ameríska bæði hvað varðar frumleika og svo efnið sjálft.
Leikkonan Amy Adams er á forsíðu ameríska Elle. Ég er aldrei hrifin af pökkuðum forsíðunum þar sem ekkert sést fyrir texta.

 

mar-vogueusuk


Goðsögnin Kate Moss prýðir forsíðu breska Vogue í Dolce & Gabbana. Blaðið er stærsta marsblaðið í sögu tímaritsins, eða 430 blaðsíður. Það var sláð met í auglýsingum og eru þær á rúmum 280 blaðsíðum. Fullt af efni um vor og sumartískuna.
Það er Drew Barrymore sem er í ameríska Vogue. Eins og breska Bazaar er þetta svokallað Power Issue og inniheldur það allt frá viðtölum við valdamiklar konur til umfjallana um valdamikil tískuhús. Þið getið séð vídeó frá gerð forsíðunnar í fyrra bloggi

 

mar-vogueforeign


Bæði franska og ítalska Vogue eru með fyrirsætur á sínum forsíðum, sem mér finnst alltaf jafn gaman. Lara Stone er í Vogue Paris, klædd í sumarlínu Prada. Kamila Filipcikova er í ítalska, í kjól frá Dolce & Gabbana.

 

mar-vw


Það er hún Gwen Stefani sem er á forsíðu V og finnst mér hún mjög flott. Þær Scarlett Johansson og Natalie Portman eru á forsíðu W - báðar í Miu Miu. Mér finnst svipurinn á Scarlett eitthvað svo fráhrindandi miðað við Natalie. Einnig skil ég ekki alveg hvað er málið með hundinn, einhver Paris Hilton fílingur við hann.

 

mar-nylon


Að lokum er svo Rachel Bilson í Nylon.

 

Ég vil geta þess að forsíðurnar sem hér sjást gætu verið öðruvísi í íslenskum tímaritaverslunum. Ég næ í myndirnar á netinu og stundum eru tvær útgáfur af forsíðum í gangi - annars vegar fyrir áskrifendur og svo fyrir lausasölu.


Balenciaga & Balmain

Á meðan ég vinn í því að skoða allar sýningarnar frá París, og mun ég vonandi geta sett inn umfjöllun frá bestu sýningunum á morgun eða miðvikudaginn, þá ætla ég að setja inn góð myndbönd frá Style.com og Elle tímaritinu frá sýningum Balenciaga og Balmain.

Balenciaga

Balmain

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband