16.2.2008 | 15:28
Danska tískuvikan
Á sýningu Baum un Pferdgarten var blandað svolítið saman kvenlegum stíl við ferskari, yngri stíl. Í byrjun var mikið um dökkbláan lit og hvítan í nokkuð fáguðum sniðum, en svo urðu litirnir ljósari og sniðin frjálslegri. Það var alltaf ákveðinn kvenleiki, þótt inná milli hafi sniðin verið lausari og litirnir djarfari. Það var sem sagt mikill fjölbreytileiki.
Bruuns Bazaar byrjaði með svart og hvítt en svo voru litirnir allsráðandi, bæði navy blár, bleikur og svo var eitthvað um munstur. Það var minni kvenleiki ráðandi þarna en samt ýmis falleg smáatriði.
Henrik Vibskov er alltaf frumlegur og það fyrsta sem sýningargestir sáu var sýningarpallur skreyttur pastelgrænum frauðhólkum. Fyrirsæturnar gengu svo fram með tjull fyrir augunum og sýndu skemmtilega hönnun. Línan var nokkuð jarðbundnari en ég hafði búist við, fyrir utan einstaka glansandi spandex galla og leggings. Það er í raun ekki hægt að lýsa línunni í einu orði, en listrænt og frumlegt kemur samt fljótt upp í hugann. .
Línan frá Noir var með snert af lúxus, þar sem ríkmannleg efni eins og loðfeldur og leður kom við sögu. Klassísk snið voru höfð í hávegum þótt öllu jöfnu hafi nútímalegur blær verið yfir línunni. Litirnir voru einnig nokkuð klassískir, en sýningin var nánast öll svört og hvít.
.
.
Það sem mér fannst mest spennandi við línu Wood Wood var litapallettan. Hún var nokkuð mild, en samt sem áður blönduðust sterkir litir eins og vínrauður fallega saman við þá mildu. Ég ætla að fylgjast með Wood Wood nánar næstu tímabil.
Þess má geta að leður leggins/þröngar buxur voru í mjög mörgum sýningum. Ýmist voru þær sýndar með svörtu að ofan eða munstruðu - með loðfeldi eða meira leðri. Kannski of mikið af því góða, en spurning hvort þetta verði trendið í haust?
Til að nálgast þessi merki á Íslandi, þá fæst Baum und Pferdgarten í Ilse Jacobsen og Henrik Vibskov og Wood Wood fæst í KronKron. Þetta eru þó haust/vetrar línur, þannig þær koma þá ekki í verslanirnar fyrr en í haust.
Myndir frá copenhagenfashionweek.com
Tískusýningar | Breytt 5.4.2008 kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2008 | 22:29
Lisaplace
Það er alltaf gaman að rekast á bloggsíður þar sem fólk setur myndir af klæðnaði hvers dags, og ennþá skemmtilegra þegar viðkomandi hefur flottan persónulegan stíl. Ég hef rekist á nokkrar sem mér finnst áhugaverðar og fylgist reglulega með nýjum færslum. Ein af þessum er sænsk stelpa sem á bloggsíðuna Lisaplace.
Það sem er kannski áhugaverðast við hana er að hún er fædd '94, sem sagt á 14.ári. Hún hefur þegar myndað virkilega flottan stíl þar sem hún blandar skemmtilega saman fötum frá stórum keðjum eins og H&M og Mango við vintage aukahluti eins og skó, töskur og klúta. Það er gaman að sjá svona unga stelpu sem tekur svolitla áhættu í fatavali og er greinilega ekki að reyna að falla inní hópinn.
Fyrir utan að setja inn myndir af fötum hvers dags má sjá virkilega flottar og listrænar ljósmyndir eftir hana. En hér á eftir koma svo myndir af flottum outfitum að mínu mati. Hún gæti ábyggilega veitt mörgum innblástur.
Myndir frá Lisaplace
Stíll | Breytt 5.4.2008 kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2008 | 21:58
Best Behavior
Ég kíkti í verslunina Trilogia í gær, en ég hafði ekki kíkt þar við nokkuð lengi. Ég sá alveg full af flottum vörum, meðal annars frá Diane von Furstenberg, See by Chloé og svo danska merkinu Best Behavior.
Ég var einmitt nýbúin að skoða haustlínuna frá Best Behavior á dönsku tískuvikunni sem var í síðustu viku, en ég hafði ekki heyrt um þetta merki fyrr. Enda gat ég ekki betur séð en að það hefði verið að sýna í fyrsta sinn á tískuvikunni.
Í Trilogiu sá ég mjög flottan víðan bol og síða gollu frá merkinu. Báðar flíkurnar voru úr röndóttu, þunnu, mjög mjúku efni. Ég læt fylgja með mynd sem ég fann fyrir áhugasama.
Bolurinn til vinstri var einnig til í þessum bleika og gollan var einnig til í þessum gráa lit. Mig minnir að hvor flíkin fyrir sig hafi verið á eitthvað um 15.000 / 16.000 kr.
Verslanir | Breytt 5.4.2008 kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2008 | 15:52
Innblástur frá tískufólkinu
Eins og þið hafið eflaust tekið eftir af fyrri bloggum, þá var tískuvikan í New York í síðustu viku. Eins og það getur nú verið gaman að sjá hverju fræga fólkið klæðist á sýningunum, þá jafnast ekkert við myndir af alvöru tískufólkinu. Sem sagt fólkið sem vinnur á tískutímaritunum, innkaupstjórar tískufatnaðar og almenna tísku 'insiders'. Því þetta er fólkið sem lifir og hrærist í tískuheiminum og getur verið virkilega gaman að fá innblástur frá þeim.
.
Scott Schuman er eigandi bloggsíðunnar The Sartorialist, sem er svokallað 'street style' blogg eða blogg um götutískuna. Hann hefur undanfarnar tískuvikur í New York myndað tískufólkið fyrir Style.com, auk þess að mynda sjálfur venjulegt fólk á götum New York, fyrir sitt eigið blogg þess á milli.
.
Hér á eftir koma myndir sem Scott tók í síðustu viku og hef ég safnað þeim saman og sett í nokkur trend.
Buxur þurfa alls ekki að vera bara svartar. Mustard gulu buxurnar til vinstri hafa akkúrat þá sídd sem sást mikið á sýningunum fyrir sumarið og verður ábyggilega flott trend. Þessi litur fer mjög vel með navy bláum og ljósbrúnum, en þó skal varast að para svona erfiðan lit við mikið af sterkum litum. Buxurnar í miðjunni eru í einhvers konar beige lit og fara afar vel við gráan. Þær eru virkilega smart sniðnar, ekkert of þröngar en heldur ekki það víðar að þær séu sniðlausar. Lúkkið til hægri er svo frekar plain, en það sem er kannski smartast eru skórnir.
.
Skór, skór, skór. Hvar værum við án þeirra? Eitt það flottasta sem um getur þegar kemur að því að setja statement eru litríkir sky-high skór. Ef skórnir eiga að vera aðalatriðið þá er best að vera ekkert með fötin of busy, ekkert sem gæti tekið athyglina af skónum. Það getur líka verið mjög flott að vera í háum opnum skóm við buxur á daginn eins og stelpan til hægri í staðinn fyrir að vera alltaf í þeim við sparitilefni.
.
Stór og grófur trefill er algjörlega málið í vetur. Kannski aðeins of seint að fara að kaupa hann núna, þar sem fer vonandi að hitna bráðum (vonandi). Mér finnst flottastur þessi í miðjunni, hlýr og góður. Ekki sakar líka að vera í hlýrri peysu þegar maður er nánast berleggjaður í mínípilsi. Einnig er hann smart þessi til hægri, hann er kannski aðeins þynnri, en þá er bara um að gera að vefja hann aðeins meira um hálsinn.
.
Sterkir litir geta svo sannarlega birt upp á svartan klæðnað, hvort sem það er í formi tösku, pils eða klúts. Þessi fjólublái er mjög flottur og einnig þessi fagurblái. Mér finnst alltaf aukahlutir í litum eins og klútar algjörlega nauðsynlegir fyrir svartklæddar dömur.
.
Leðurjakkar eru náttúrulega mjög töffaralegir og passa við nánast allt. Mér finnst þeir persónulega flottastir þegar þeir eru í svona 'biker' sniði, þ.e. frekar stuttir, án stroffs og oft með rennilásinn aðeins til hliðar. Þeir eru flottir við dömulega kjóla, til að gera lúkkið meira hrárra í stað ofur kvenlegs. Þessi til vinstri er reyndar úr rússkinni sýnist mér, en hafði hann engu að síður með þar sem hann er í týpísku biker sniði.
.
Loðfeldur er hálfgjört must á veturna. Hann er náttúrulega rosalega hlýr auk þess að vera smart. Hvort sem það er vesti, jakki eða loðkragi þá heldur hann góðum hita, sérstaklega ef maður er berleggjaður eða í þunnum sokkabuxum í nokkra stiga frosti. Og hann er klárlega flottari en dúnúlpa. Loðfeldi er hægt að fá í mörgum vintage verslunum, en þó skal forðast síðar loðkápur og í raun er allt styttra en að mjöðmum best.
.
Myndir af style.com
Stíll | Breytt 5.4.2008 kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.2.2008 | 18:44
Hervé Léger
Hervé Léger er þekktastur fyrir hönnun sína á svokölluðum bandage kjólum, sem eru níðþröngir og falla undir trendið body-con eða lauslega þýtt sem sjálfsmeðvitað. Ekki er þó hægt að vera annað en meðvitaður um líkamann sinn ef klæðast á einum af kjólum hans. Efnin í kjólunum er ríkt af lycra og spandexi til að ýta enn undir kvenlegan vöxt.
Léger var mjög vinsæll á 9.áratugnum og má segja að hátindur ferilsins hafi verið á þeim tíma. Fyrir nokkrum árum, þegar trendið birtist aftur á tískupöllunum, var merkið endurreist. Það var þó ekki hönnuðurinn sjálfur sem kom þar að verki, en nútímaútgáfan af kjólum Léger er byggð á gömlu módelunum.Í dag eru vintage útgáfurnar ekkert óvinsælli en nýju, og selur vintage verslunin Decades í Los Angeles mikið af gamalli hönnun hans til stjarnanna. Það eru líka mörg nöfn Hollywood stjarna sem hafa klæðst Hervé Léger kjólum, allt frá ungstirnum á borð við Rihanna og Nicole Richie til eldri gyðja eins og Catherine Zeta Jones og Sharon Stone.
Victoria Beckham / Sophia Bush / Minka Kelly
Fyrir haustlínuna 2008 var fenginn hönnuðurinn Max Azria til að krydda upp á merkið og tókst það svo sannarlega. Hann setti sitt touch á fyrri hönnun og bauð auk kjóla upp á kápur og buxur. Línan var mjög fjölbreytt og litapallettan virkilega haustleg og elegant.
Myndir frá celebritygossip iheartthat queenoftheposhandbroke
Hönnuðir | Breytt 5.4.2008 kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 18:16
Tískuvikan í New York
Núna er tískuvikan í New York fyrir næsta haust og vetur afstaðin og að venju var nokkuð um flotta hönnun. Ég ætla að taka nokkrar sýningar fyrir sem mér fannst eitthvað varið í.
Sýning Alexander Wang var dökk og dularfull. Fatnaðurinn var töffaralegur með rifnum sokkabuxum, víðum buxum og stórum jökkum. Það voru þó þröng pils sem gáfu kvenlega tóninn. Leður var notað til að gefa enn harðara útlit.
Max Azria hafði kvenleika í fyrirrúmi við gerð BCBG Max Azria línunnar. Leðurbelti voru notuð til að sýna mittið og gefa lokapunktinn. Litirnir voru mildir með svörtu inn á milli. BCBG er alltaf að breytast. Þessi stefna er klæðileg með hreinum línum. sagði Lubov Azria, listrænn stjórnandi tískuhússins, fyrir sýninguna.
Litirnir hjá Behnaz Sarafpour voru fallegir; fjólublár, ljósgulur og navy blár í bland við svartan, hvítan og gráan. Falleg munstur og smá glamúr í formi pallíetta og glitrandi steina gáfu líf í sýninguna. Virkilega smart.
Jeremy Laing sýndi bæði víða kjóla sem hreyfðust fallega á fyrirsætunum og svo aðþrönga body-con kjóla sem voru oftar en ekki með rennilás að framan til að gefa hrátt útlit. Það var eins með buxurnar sem voru annars vegar stuttar og þröngar, og hins vegar mjög víðar. Línan samanstóð af frekar einfaldri hönnun en engu að síður áhugaverðri.
Gene Kang, annar hönnuða Y & Kei, lýsti línunni fyrir haustið sem rómantískri en þó voru sniðin klassísk. Munstrin voru ekki týpisk blómamunstur, heldur með nútímalegum blæ. Hönnuðirnir náðuað setja fram rómantíska línu án allrar væmni.
Næst er það svo London og mikið af upprennandi hönnuðum þar á ferð, ásamt reyndari. Sjálf er ég spenntust fyrir Luella Bartley, Marios Schwab, Christopher Kane, Jens Laugesen og Armand Basi.
Myndir style.com
Tískusýningar | Breytt 5.4.2008 kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2008 | 13:56
Chloë Sevigny fyrir Opening Ceremony
Þar sem síðasta blogg var um Chloë Sevigny ætla ég að halda áfram umfjöllun um hana. Það nýjasta sem hún hefur tekið sér fyrir hendur er að hanna heila línu fyrir tískumerkið Opening Ceremony.
Fatnaðurinn hefur svolítinn vintage fíling og er að hennar sögn innblásin af stíl hennar í menntaskóla. Það er skemmtilegt hvernig línan samanstendur af allt frá kvenlegum blómamunstruðum kjólum til rokkaðra leðurökklastígvéla. En eins og hún segir sjálf er línan svolítið blönduð og margt gengur frá degi til kvölds.
Chloë hafði tvö atriði að sjónarmiði við gerð línunnar. Hver einasta flík þurfti að vera eitthvað sem hún myndi sjálf vilja eiga, og einnig sem hún hefði alltaf viljað að aðrir hönnuðu en hafði aldrei verið gert.
Samkvæmt heimildum kostar línan, sem inniheldur ásamt fatnaði einnig skó og sólgleraugu, allt frá 10.000 íslenskum krónum til 40.000 króna. Kannski ekki beint á viðráðanlegu verði, en fyrir áhugasama fæst línan í verslunum Opening Ceremony í New York og LA og svo einnig í Colette í París og Selfridges í London.
Klikkið hér til að horfa á viðtal við Chloe um línuna
Eftirfarandi eru myndir af Chloë í partýi í tilefni Chloë Sevigny for Opening Ceremony á tískuvikunni í New York síðasta mánudag 4.febrúar.
Myndir frá: OpeningCeremony.us, ChloeSevignyOnline.com
Hönnuðir | Breytt 5.4.2008 kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.2.2008 | 17:13
Chloë Sevigny
Chloë Sevigny er ekkert svakalega þekkt en það eru eflaust eitthverjir sem kannast við hana. Hún er leikkona og hefur hingað til aðallega leikið í indie kvikmyndum. Hún hefur vakið athygli á undanförnum árum fyrir virkilega flottan fatastíl. Hún fer ekki venjulegar leiðir í þeim efnum heldur er með töff persónulegan stíl og er góð í að blanda fötum saman á óvæntan en skemmtilegan hátt.
Elle tímaritið hefur ráðið Chloë sem stílráðgjafa og mun hún sinna því starfi næstu mánuðina. Hún fær dálk í blaðinu og svarar þar bréfum sem tengjast stíl og tísku. Hún er á forsíðunni í mars og birtir tímaritið viðtal ásamt myndum af leikkonunni.
Í viðtalinu segist hún stúdera allar tískusýningar á hverju tímabili og gerir lista yfir það sem hana langar í. Hún les einnig tískutímarit og fær innblástur úr bókmenntum. Hún verslar mikið vintage og heimsækir margar vintage verslanir í New York. Hún viðurkennir að oft væri auðveldara að hafa stílista í vinnu. Henni finnst aftur á móti ósanngjarnt þegar Hollywood leikkonum er hrósað fyrir flottan stíl, þegar þær ákveða svo ekki sjálfar hverju þær klæðast.
Chloë á marga vini í tískuheiminum. Helst ber að nefna Marc Jacobs, sem hún hefur þekkt síðan hún var 17 ára. Þau kynntust árið 1992 þegar hann vann hjá Perry Ellis. Þetta var um svipað leyti og Marc kynnti hina eftirminnilegu grunge línu. Það sem hún er mest hrifin af í hönnun hans er hvað hann fer alltaf lengra og velur sér óvenjulegar leiðir. Af öðrum tískuvinum má nefna Nicolas Ghesquiere hjá Balenciaga, Stefano Pilati hjá YSL og Jack McCollough og Lazaro Hernandez, hönnuðir Proenza Schouler.
Hvað ætli séu bestu tískuráðin hennar? Það að vita hvað fer manni vel, klæðast fötunum með stolti og sjálfstrausti.
Myndir frá ChloeSevignyOnline.com
Stíll | Breytt 5.4.2008 kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2008 | 15:36
Bakvið tjöldin: Vogue
Myndbandið sýnir gerð febrúarútgáfuna af breska Vogue. Það er tekið viðtal við tískustjórann, Kate Phelan, og hún segir frá myndasyrpu í blaðinu með ýmsum upprennandi breskum hönnuðum eins og Gareth Pugh, Roksanda Illincic og Henry Holland. Það er tekið viðtal við Henry, sem segir það vera heiður að vera nefndur í syrpunni. Einnig er viðtal við Sarah Harris, sem er tískublaðamaður, en hún vann að gerð greinar um 20 ný trend fyrir sumarið. Anne-Marie Solowij sér um fegurð og heilsu, og aðalgreinin í þeirri deild var um ýmis frí sem eru góð heilsunni.
Tímarit | Breytt 5.4.2008 kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2008 | 18:24
Febrúartímaritin
Það sem einkennir flest febrúar blöðin (og reyndar marsblöðin í sumum tilvikum) eru öll vor og sumar trendin. Þannig það er um að gera að kaupa nokkur blöð til að stúdera sumartískuna.
Breska Harper's Bazaar & Ameríska Harper's Bazaar
Eins og þið sjáið á báðum forsíðunum eru þeir að sýna allt það nýjasta fyrir sumarið, ameríska kannski meira.
Breska ELLE & Ameríska ELLE
Karolina Kurkova er á bresku forsíðunni, en þeir eru með sérstakt Trend Issue. Ég er búin að kaupa blaðið og var mjög ánægð. Það er 'trend report', það nýjasta í aukahlutum, fínar greinar og tvær myndasyrpur. Forsíðan á ameríska er pökkuð eins og vanalega og því ætti að nóg af áhugaverðu efni.
Breska Vogue & Ameríska Vogue
Mér finnst æðislegt að sjá þegar það eru raunverulegar fyrirsætur á forsíðunum en ekki leik- eða söngkonur, þó það sé fínt af og til. Sasha Pivovarova prýðir forsíðu breska. Þeir eru með fullar síður af nýjustu trendunum, samt er mars blaðið 'Spring Collections Special', heilar 430 síður. Þrjár myndasyrpur/tískuþættir eru í blaðinu; Spring Forward, Light & Fantastic og Anarchy in the UK. Kate Bosworth er á forsíðu ameríska.
Vogue Paris & Vogue Italia
Naomi og Kate Moss á forsíðu franska. Virkilega flott! Agnete Hegelund & Kamila Filipcikova eru svo á forsíðu ítalska. Ég er ekkert allt of hrifin af coverinu, mjög kántrý.
Nylon
The Kills á forsíðunni, en þennan mánuðinn er spes London issue. Spennandi.
Á morgun set ég svo myndband af gerð febrúar tímarits breska Vogue.
Tímarit | Breytt 5.4.2008 kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)