Færsluflokkur: Skór

Skótískan fyrir sumarið

Eins og margir (konur þá aðallega) er ég mikið fyrir skó, og finnst mér alltaf jafn gaman að skoða skóna hjá hönnuðunum. Fyrir næsta sumar var nokkuð mikið um praktísk trend sem hafa verið gangandi síðustu tímabil, en einnig var nokkuð mikið um frumstæða hönnun á sjálfum hælunum á skónum. Ég ætla nú ekki að fara nánar útí það, heldur frekar í trendin sem gætu raunverulega gengið í hversdagsleikanum.

gladiatorsandals

Það fyrsta eru gladiator sandalarnir, og minna þeir helst á rómverska hermenn. Þessir sandalar urðu vinsælir fyrir nokkrum árum og hafa birst aftur síðustu sumur. Ég hélt í raun að þeir væru búnir, en þá komu þeir á ný, frakkari en áður hefur sést. Chanel sýndi í resort línunni sinni fyrir 2007 hné-háa sandala, og má segja að það hafi verið upphafið af þessari nýju gerð. Fyrir næsta sumar var ýktasta útgáfan án efa frá Balenciaga. Givenchy voru í svipuðum hugleiðingum, nema héldu sig við svarta litinn og í leðri. Dries Van Noten sýndu lága, hælaða og nokkuð praktískari en áðurnefnda. D&G voru samt sem áður með hefðbundnustu útgáfuna, en þeir voru flatbotna í brúnum lit - mjög flottir fyrir sumarið.

 

 

crisscross

Næst eru það svokallaðir crisscross hælar. Þeir eru oft í platform stíl. Dsquared2 voru með nokkuð elegant útgáfu af þessari týpu og var krossinn þunnur. Burberry sýndu þá með sokkum í dökk gráum lit, virkilega flott. Anna Sui hannaði skemmtilega litríkt par, en Thakoon var svo með mjög flott lúkk á þessum skóm, en þeir voru með flóknari krossum en hinir. 


maryjanes

Klassísku mary-janes skórnir eru alltaf jafn sætir. Skórnir frá Giambattista Valli voru 'sky-high' og ekki fyrir hvern sem er að ganga á. Alexander McQueen var einnig með bleika, en sýndi þá með snákaskinni, fyrir svolítið meira edgy lúkk. Hællinn á Missoni skónum var lægri en á hinum og frekar spes. YSL eru þekktir fyrir frekar einfaldari hönnun en flókna og skórnir frá þeim sýna það vel.


t-bar

T-bar trendið er ekkert ósvipað og mary-janes skórnir. Fyrir þá sem vita ekki, þá er T-bar nafnið dregið af því að ólin myndar T framan á skónum. Burberry voru með lúxus par og enn og aftur eru þeir með sokkana. Lanvin sýndu nokkuð þykkan hæl, og voru þeir frekar 'chunky'. Zac Posen var í glamúr fíling með smá glitrandi steinum framan á.


buckles

Á sýningunum fyrir sumarið sáust nokkuð mikið af skóm með smáar sylgjur, sem gefa skónum bara flott yfirbragð. Jean Paul Gaultier var í nokkuð dramatískum hugleiðingum með sitt par, en engu að síður flott hönnun. Þeir eru flottir skórnir frá Marni í tveim litum, stílhreinir en samt áhugaverðir litir. Lanvin skórnir voru með smá safari fíling í dökkbrúnu leðri. Gucci skórnir eru einir of mínum uppáhalds, liturinn er æði.

thinlaces

Það var nokkuð mikið um þunnar reimar á háhæluðum skóm. Alexander McQueen, Balenciaga og Peter Som sýndu þær með fínlegum slaufum. Reimar Givenchy voru þunnar leðurólar. Hönnun Balenciaga og Peter Som minnir svolítið á oxford skóna sem hafa verið núna í vetur og á síðasta ári. Alexander McQueen sýnir skemmtilega hönnun og hefur reimarnar fyrir ofan ökklann.

Þetta eru svona helstu runway trendin en svo er alveg helling af fleiri töff skóm fyrir sumarið. Það ætti engum að leiðast að skoða alla flottu hönnunina.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband