3.3.2008 | 21:24
Drew Barrymore í Vogue
Mars útgáfan af ameríska Vogue (sem er svokallað 'Power Issue') ber leikkonuna Drew Barrymore á forsíðunni, en þetta er í þriðja sinn sem hún er á forsíðunni. Fyrir neðan er myndband frá myndatökunni, tekið er viðtal við Drew og Vogue býður lesendum að skyggnast bakvið tjöldin. Það vakti athygli mína í myndbandinu þar sem sagt var að maður tengdi Drew einhvernveginn aldrei við tískuheiminn, en á síðustu árum hefur hún blómstrað í fallega konu og hún er farin að klæða sig flott og orðin svolítið elegant. Ég gæti ekki verið meira sammála!
Tímarit | Breytt 5.4.2008 kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2008 | 18:55
Sýning Burberry fyrir haustið
Þótt að Parísartískuvikan sé í gangi núna og í rauninni að verða búin, ætla ég samt að gera umfjöllun um sýningu Burberry Prorsum, sem var á tískuvikunni í Mílanó. Úttekt á París kemur svo vonandi strax eftir helgi.
Ég féll algjörlega fyrir línu Burberry sem var í alla staði frábær að mínu mati. Hönnuður tískuhússins, Christopher Bailey, tókst að gera lúxuslínu með ólíkum áferðum og efnum og sterkum en fallegum litum.
Línan innihélt kápur í ýmsum sniðum og notaði Bailey stórar kápur jafnvel yfir fallega kokkteilkjóla. Húfur í 'grunge' stíl gáfu óneitanlega sýningunni unglegan blæ og tónaði ríkuleg efnin niður. Töskur, skór og skart voru ekki af verri endanum og fyrirferðamikið skartið sérstaklega, gaf sýningunni skemmtilegt yfirbragð. Í heildina var svolítið rokkívaf í línunni en lúxusinn var þó ekki langt undan. Það má eiginlega segja að Bailey hafi leikið sér svolítið með efni og áferðir - en hélt sig samt innan rammans.
Tískusýningar | Breytt 5.4.2008 kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.2.2008 | 16:52
Vor og sumartískan 2008
Ég ætla að gleðja ykkur lesendur á þessum yndislega föstudegi með flottustu trendunum fyrir sumarið. Ég veit að þið eruð örugglega búin að sjá eitthvað af vor og sumartískunni í tímaritum og á netinu, en ég hef legið yfir sýningunum og valið mín uppáhalds trend fyrir vor og sumar. Allt er þetta eitthvað sem á einn eða annan hátt er hægt að færa yfir í daglegt líf, þ.e.a.s ekkert of frumstætt. Þetta ætti að vera fínn innblástur fyrir sumarinnkaupin, þar sem verslanir eru í óða önn að taka upp nýjar vörur.
Klikkið á myndirnar til að sjá þær stærri og skýrari
(klikkið svo aftur til að fá myndina enn stærri í nýjum glugga)
Trend | Breytt 5.4.2008 kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2008 | 16:25
Tískubransinn á Íslandi
Maður er alltaf að heyra að íslenski tísku- og hönnunarbransinn sé að stækka og alltaf fleiri og fleiri hönnuðir að koma fram á sjónarsviðið. Ég er sammála því að bransinn er að stækka og hönnuðum að fjölga og úrvalið þar af leiðandi aldrei verið eins meira, en það er þó alltaf hægt að gera meira og gera betur.
Ef við tökum fyrst fjölmiðla. Fyrir það fyrsta er enginn almennilegur fjölmiðill sem miðast að tískubransanum - hvort sem það er alþjóðleg tíska eða innlend hönnun. Við höfum Nýtt Líf sem ég myndi frekar kalla lífstílsstímarit frekar en tískutímarit, þar sem blaðið býður uppá svo margt annað. Það var þó að skipta um stefnu og það sem ég hef séð af nýju útgáfunni er í rétta átt. Þannig við í rauninni höfum ekkert almennilegt tískutímarit sem fjallar um útlenda tískustrauma og ýmislegt innlent í senn. Við þurfum ekki annað en að líta til Norðurlandanna þar sem hið danska Costume og sænska Modette eru mjög vinsæl tískutímarit. Hingað til hafa íslenskir hönnuðir mjög mikið þurft að treysta á 'munnlega auglýsingu' eða umfjöllun í dagblöðum. Munnlega auglýsingin er svo sem skiljanleg þar sem Ísland er nú ekki stórt og oft geta þær verið árangursríkar, en væri ekki miklu betra að hafa einhvern aðgengilegan (og fagmannlegan) miðil?
Ef við tökum næst fyrir eitthvað sem tengir hvað mest tískubransann saman fyrir utan tímarit og fjölmiðla, þá eru það tískuvikur. Margir hugsa til New York, Parísar, Mílanó o.s.frv og finnast kannski Ísland ekki vænlegur kostur fyrir svo stóran atburð, en tískuvikur eru þó algengar í mörgum minni borgum. Auðvitað eru þær þá bara í samræmi við stærð borganna og landanna og því augljóst að íslensk tískuvika yrði seint einhver alþjóðleg tískuvika. Það sem er samt svo gott við tískuvikur í stað einstaka tískusýninga, er að þær þjappa iðnaðinum saman. Hönnuðir fá jafnvel umfjöllun um sig í erlendum fjölmiðlum og því er auglýsingin mikil og tækifærin fyrir nýja hönnuði frábær. Ég veit að það var starfrækt íslensk tískuvika hér á landi í einhver ár og að mínu mati var hún ekkert æðisleg, þótt nokkuð hafi verið um flotta hönnun. Ég man nú ekki af hverju hún leystist upp, en mig minnir að skipulagsleysi eða ósætti hönnuða við skipuleggjendur hafi verið málið (ef einhver man hvað kom uppá, endilega segið mér!). Núna hinsvegar er bransinn búinn að stækka svo mikið, að almennileg tískuvika væri einungis til góðs.
Íslensk hönnun hefur einungis orðið til hins betra á síðustu árum og við erum að sjá meiri gæði. Við lítum meira til útlanda fyrir innblástur og þessi þjóðlega hönnun með tilheyrandi fiskaroði, minkafeldum og því öllu, er að hverfa. Ef ég þarf hins vegar að segja eitthvað sem mér finnst að mætti fara betur, þá getur hönnunin verið svolítið einsleg stundum, þ.e.a.s hönnuðir eru kannski að gera eitthvað svipað og aðrir. Einnig finnst mér svolítið um algjörlega ómenntaða 'hönnuði' sem eru að selja flíkur og annað. Þótt það sé ekkert að því að vera ómenntaður þá verða gæðin og handbragðið því miður ekki alltaf góð. Það er akkúrat þessi einsleita hönnun sem á hér við. Annars fagna ég öllum þessum nýju og fersku hönnuðum og það er rosalega gaman að sjá til dæmis hvað nemendur Listaháskólans, núverandi eða fyrrverandi, eru að gera spennandi hluti.
Ég veit að það eru eflaust einhverjir sem lesa þennan pistil og spyrja af hverju ég sé að velta þessu fyrir mér. Er Ísland ekki bara það lítið, að það er ekki markaður fyrir tískutímarit og skipulagða tískuvirðburði? En miðað við þróunina og ef við lítum á hvað Íslendingar eru uppteknir af tísku almennt þá er það mér hugsunarefni hvort ekki væri hægt að bæta stöðuna, bæði fyrir hönnuði og annað tískufólk, en einnig fyrir þá sem vilja njóta og fylgjast með tískunni.
Endilega komið með ykkar pælingar og skoðanir hvort sem þið eruð sammála og ósammála.
Greinar | Breytt 5.4.2008 kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2008 | 16:47
Lúxus í Mílanó
Tískuvikan í Mílanó fyrir næsta vetur var í vikunni sem var að líða og það var nokkuð mikið um lúxus eins og venjulega. Við erum að tala um loðfeldi, glamúr og eðalefni. Í stað þess að fjalla um hverja sýningu fyrir sig ætla ég að skipta þessu niður í trend að þessu sinni.
Hjá Gucci, Moschino og Roberto Caballi mátti sjá áhrif frá Rússlandi með þjóðlegum munstrum. Í bland við rússneska þemað var svolítill rokkandi og hippaleg snið.Sokkabuxur í öllum mögulegum litum; grænum, fjólubláum, appelsínugulum, rauðum og bláum voru virkilega áberandi hjá hönnuðum eins og Bottega Veneta, Emilio Pucci, Iceberg og Moschino. Litirnir voru yfirleitt ekki mjög sterkir og oftar en ekki harmoneruðu sokkabuxurnar við skóna og dressið.
Þessi týpísku ítölsku munstur voru hjá hönnuðum Maruizio Pevoraro, Missoni og Emilio Pucci.
Hjá öllum stóru tískuhúsunum mátti sjá loðfeldi. Þeir voru stór partur af sýningum Marni, Fendi og Gucci.
Skíðalúkkið með tilheyrandi loðkrögum og dúnúlpueffektum var bæði á sýningarpöllum Emilio Pucci og Iceberg.
Iceberg, Roberto Cavalli og MaxMara áttu það sameiginlegt að sýna grófar prjónaflíkur, oft með skemmtilegum smáatriðum eins og fléttum.
Skautaskórnir halda áfram frá þessum vetri til þess næsta eins og var að sjá hjá Missoni, Prada, Iceberg og Emilio Pucci. Skautaskórnir voru í flestum tilfellum reimaðir upp að ökkla en náðu einnig upp að hnjám eða jafnvel upp á læri.
Sýning Prada einkenndist af blúndum og aftur blúndum. Einnig mátti sjá blúndur í sýningum La Perla, Roberto Cavalli og Versace.
Glamúrinn var ekki langt undan og glitrandi steinar prýddu margar flíkurnar. Lína MaxMara var nokkuð stílhrein, en glamúrinn poppaði hana þó upp. Aðrar sýningar sem innihéldu glamúr og glans voru t.d. 6267, Alberta Ferretti og Derercuny.
Tískusýningar | Breytt 5.4.2008 kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.2.2008 | 18:58
Rumi
Það sem gerir stíl hennar kannski einna mest sérstakan er samsetningin. Henni líkar þegar fólk er ekkert endilega í öllu flottu en samsetningin lætur það virka og gerir það smart, sem er góð lýsing á hennar eigin stíl. Hún poppar útlitið oft upp með litum, munstrum eða flottum skóm og töskum.
Eitt gott ráð frá henni sem hún notar til að fríska upp á lúkkið án þess að kaupa eitthvað nýtt, er að draga fram eitthvað sem hún hefur ekki klæðst í einhvern tíma og svo neyðir hún sig til að stílisera það öðruvísi en hún hafði áður gert og þar af leiðandi verður það ferskt aftur. Það er því í raun samsetningin sem skiptir öllu máli.
Hún er með verslun á Ebay sem kallast Treasure Chest Vintage þar sem hún selur allar vintage vörur sem hún hefur keypt en eru ekki í hennar númeri. Það er hægt að finna margt frá 7., 8. og 9.áratugnum og að mínu mati er margt flott að sjá. Hún sendir til annara landa ef einhverjir eru áhugasamir.
Sjáið fleiri myndir á blogginu hennar Fashion Toast
Stíll | Breytt 5.4.2008 kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008 | 17:33
Eau de Rose
Eitt af því skemmtilegasta við tískutímarit að mínu mati eru tískuþættirnir/myndasyrpurnar. Franska Vogue er mjög framarlega á sviði tískuþátta þar sem mikil vinna og listræn hugsun hefur verið lögð í syrpunar. Annað en mörg tímarit þar sem fyrirsætunum er skellt í föt og myndirnar teknar inní stúdíói. Það er oft ekkert voðalega spennandi. Þrátt fyrir það þarf takan ekki að vera flókin og því ætla ég að setja hér nokkrar myndir úr tískuþætti úr mars tölublaði franska Vogue. Bakgrunnurinn er einungis hvít strönd og sjórinn og leyfir það bleika litnum að njóta sín. Það er rússneska fyrirsætan Sasha Pivovarova sem prýðir myndirnar.
Mikið af bleiku gæti einhverjir verið að hugsa, en hann er þó frískandi í skammdeginu þessi bjarti litur. Mér finnst bleiku tónarnir njóta sín mjög vel við bakgrunninn og stjarnan er notuð á flottan hátt, en stjörnumunstur og stjörnuhálsmen voru vinsæl á sumar sýningarpöllunum m.a. frá Chanel og Yves Saint Laurent. Hvað varðar hár og förðun, þá er ég ekki að fíla hárið, svolítið tjásulegt. Veit ekki alveg með augnförðunina, en er allavega ekkert yfir mig hrifin.
Allt í allt finnst mér þetta samt mjög smart.
Tímarit | Breytt 5.4.2008 kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2008 | 18:31
Listrænt ferli Prada
Fyrir neðan er myndband af innblæstrinum og listrænu hliðinni við gerð sumarlínu Prada. Það hvernig munstrin þróuðust út frá náttúrunni. Mjög flott gert og gaman að sjá fötin í víðari skilningi.
Hönnuðir | Breytt 5.4.2008 kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2008 | 18:23
Lífsspeki frá Louis Vuitton
Rosalega flott auglýsing fyrir ferðatöskur frá Louis Vuitton. Dramatískt og fær mann til að hugsa svolítið.
A journey
Lífstíll | Breytt 5.4.2008 kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2008 | 20:23
Frumleiki í London
Núna er tískuvikan í London búin og það er alltaf gaman að sjá ungu og upprennandi hönnuðina þar. Tískuvikan er ekki eins veigamikil og í New York og París en samt sem áður var alveg fullt af flottri hönnun. Notagildi er ekki efst í huga hjá mörgum hönnuðanna, aðallega þá hjá þessum yngri. Þannig voru kjólar sem minntu heldur á arkitektúr hjá Roksana Ilincic og Giles sýndi mjög svo óvenjulegan klæðnað. En eins og áður hef ég valið nokkra góða hönnuði að mínu mati.
.
Á sýningu Armand Basi, þar sem Markus Lupfer er í fararbroddi, mátti líta á ýkt snið í sterkum litum. Litasamsetningin á munstrunum var nánast barnaleg og sniðin báru svolítinn dúkkufíling. Lupfer sagði um sýninguna að maður ætti að hafa gaman af fötum og njóta lita.
Christopher Kane nær enn og aftur að koma öllum á óvart. Lína hans innihélt mikið af pallíettum og öðrum skreytingum. Það var þó enginn ýktur glamúr þar sem hann náði jafnvægi með því að para grófar peysur og saklaus, gegnsæ chiffon efni með öllu glitrinu.
.
Lína Louise Goldin samanstóð af prjónaefnispeysum með tæknilegum munstrum og má segja að hún hafi sett peysuklæðnað á annað stig. Hún segist hafa blandað saman hefðbundnum munstrum inúíta við forritunarkóða tölvuforrita. Útkoman varð nokkurs konar 'geim eskimóar'.
.
Í línu Meadham Kirchhoff mátti líta á skósíð pils sem voru ýmist pöruð með síðum peysum, þunnum blússum eða jafnvel loðfeldi. Einnig voru hefðbundnari pils í stíl vinnufatnaðar framakonu. Hönnuðirnir segjast hafa haft framakonuna í huga við gerð línunnar, konuna sem vill klæða sig eftir skapi. Þeir bjuggu því til línu sem innihélt nauðsynjarnar í fataskápinn þessa tilteknu týpu.
Tískusýningar | Breytt 5.4.2008 kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)