4.4.2008 | 20:10
Carine Roitfeld
Carine Roitfeld hefur ekki getað ýmindað sér hvers konar tískuikon hún myndi verða þegar hún hóf sinn feril. Hún byrjaði sem stílisti, bæði hjá franska Elle og sjálfstæð. Eftir að kynnast ljósmyndaranum Mario Testino árið 1986, hófu þau samstarf. Þau unnu að ýmsum auglýsingum og myndaþáttum fyrir bæði ameríska og franska Vogue. Eftir samstarfið með Testino, hóf Carine störf fyrir Tom Ford hjá Gucci og Yves Saint Laurent sem hans helsti tískuráðgjafi. Árið 2001 hafði svo Conde Nast fjölmiðlaveldið samband við hana um að ritstýra Vogue Paris. Hún gegnir þeirri stöðu enn þann dag í dag.
Það sem er áhugaverðast við hana er líflega framkoman. Hún er þessi týpíska franska kona. Hún eltist ekki við að líta óaðfinnanlega út í fegurð hárið er alltaf smá messy, augabrýrnar grófar og hún notar ekki mikið af farða. Þrátt fyrir að vera á sextugsaldri er hún ung í anda og útliti. Hún hefur líkama á við tvítuga stúlku og andlitið sýnir ekki mikil merki um öldrun.
Hún hefur verið sögð ein best klædda kona heims. Stíllinn er elegant en samt fer hún oft á jaðarinn og sýnir hugrekki. Hún spilar leikinn ekki öruggt, heldur blandar snilldarlega saman nútímatrendum við klassískan lúxusklæðnað og tekur áhættu. Hún klæðir sig ekki of unglega en heldur hlutunum samt spennandi. Hún er í tískunni en ekki fórnarlamb hennar.
Við fyrstu sýn lítur hún út fyrir að spá mikið í klæðaburðinn. En hún hugsar samt ekki mikið um hvaðan hún fær áhrifin. Hún hefur ekki áhuga á að kunna alla tískusöguna út í gegn og þekkja nöfn á hverjum einasta hönnuði eitthvað sem maður lærir í tískuskóla. Hún segist hafa þetta allt í tilfinningunni, hún veit þegar henni finnst eitthvað spennandi og áhugavert. Eitt er þó víst hún hefur eitthverja náðartískugáfu og virkilega næmt auga fyrir stíl eitthvað sem er ekki hægt að læra í skóla.
Það hvernig tískan er sett fram er hvað áhugaverðast við Vogue Paris. Hún er sett beinskeytt fram, þér er ekki kennt hvernig þú átt að klæða þig eftir líkamsvexti eða eftir einhverjum ákveðnum aldri. Það er ekki mikið gert til að láta tískuna verða aðgengilegri fyrir lesendur. Það eru ekki Hollywood stjörnur sem prýða forsíðurnar, heldur fyrirsætur. Það gengur ekki allt út á tískuna sem söluvarning, heldur sem listform.
Carine stíliserar sjálf margar tískuseríur fyrir tímaritið. Hún byrjar ekki á byrjuninni í ferlinu, hún hugsar ekki um fötin fyrst. Hún segist búa til ákveðna sögu í hvert skipti sem hún stíliserar. Hún lítur á fyrirsætuna og býr til kvikmynd í höfðinu hver er þessi stelpa og hvaða sögu býr hún yfir. Sjálf segist hún elska að blanda saman kvenlegu við karlmannlegt. Það er mjög franskt og kynþokkafullt.
Það sem er áhugaverðast við hana er líflega framkoman. Hún er þessi týpíska franska kona. Hún eltist ekki við að líta óaðfinnanlega út í fegurð hárið er alltaf smá messy, augabrýrnar grófar og hún notar ekki mikið af farða. Þrátt fyrir að vera á sextugsaldri er hún ung í anda og útliti. Hún hefur líkama á við tvítuga stúlku og andlitið sýnir ekki mikil merki um öldrun.
Hún hefur verið sögð ein best klædda kona heims. Stíllinn er elegant en samt fer hún oft á jaðarinn og sýnir hugrekki. Hún spilar leikinn ekki öruggt, heldur blandar snilldarlega saman nútímatrendum við klassískan lúxusklæðnað og tekur áhættu. Hún klæðir sig ekki of unglega en heldur hlutunum samt spennandi. Hún er í tískunni en ekki fórnarlamb hennar.
Við fyrstu sýn lítur hún út fyrir að spá mikið í klæðaburðinn. En hún hugsar samt ekki mikið um hvaðan hún fær áhrifin. Hún hefur ekki áhuga á að kunna alla tískusöguna út í gegn og þekkja nöfn á hverjum einasta hönnuði eitthvað sem maður lærir í tískuskóla. Hún segist hafa þetta allt í tilfinningunni, hún veit þegar henni finnst eitthvað spennandi og áhugavert. Eitt er þó víst hún hefur eitthverja náðartískugáfu og virkilega næmt auga fyrir stíl eitthvað sem er ekki hægt að læra í skóla.
Frægðarsól Carine hefur skinið skært allt frá því hún tók við ritsjórastöðunni. Hún endurmótaði blaðið eftir sinni eigin sýn. Franska útgáfan hefur eitthvað fram yfir hinar. Hugsunin á bakvið allt saman er listræn og útkoman er svolítið edgy, hrá, ögrandi og töff. Tímaritið hefur aldrei verið eins vinsælt og akkúrat núna.
Það hvernig tískan er sett fram er hvað áhugaverðast við Vogue Paris. Hún er sett beinskeytt fram, þér er ekki kennt hvernig þú átt að klæða þig eftir líkamsvexti eða eftir einhverjum ákveðnum aldri. Það er ekki mikið gert til að láta tískuna verða aðgengilegri fyrir lesendur. Það eru ekki Hollywood stjörnur sem prýða forsíðurnar, heldur fyrirsætur. Það gengur ekki allt út á tískuna sem söluvarning, heldur sem listform.
Carine stíliserar sjálf margar tískuseríur fyrir tímaritið. Hún byrjar ekki á byrjuninni í ferlinu, hún hugsar ekki um fötin fyrst. Hún segist búa til ákveðna sögu í hvert skipti sem hún stíliserar. Hún lítur á fyrirsætuna og býr til kvikmynd í höfðinu hver er þessi stelpa og hvaða sögu býr hún yfir. Sjálf segist hún elska að blanda saman kvenlegu við karlmannlegt. Það er mjög franskt og kynþokkafullt.
Í heimi Carine eru fyrirsætur aldrei of horaðar og demantar aldrei of dýrir. Tískan er hennar heimavöllur. Hún lifir og andar í heimi þar sem flestir eru óöruggir með sjálfan sig henni líður hvergi betur. Í þessum heimi hefur hún völd, hún er fyrirmynd hún er drottning tískuheimsins.
Meginflokkur: Stíll | Aukaflokkar: Tímarit, Greinar | Breytt 5.4.2008 kl. 19:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.