Prada töskur

Það er eitthvað við töskurnar frá Prada, ég fell alltaf fyrir þeim. Síðasta haustlína innihélt nokkrar útgáfur af fallegum töskum. Þær sem urðu vinsælastar voru bæði í möttu leðri og með lakk áferð í svokölluðu 'colour bleed', þar sem dökkur litur nánast svartur blæddi inní ljósbrúnan. Aðrar töskur voru ýmist úr leðri í grænum og appelsínugulum tónum eða úr loðnu efni.

fwprada
.
Í sumarlínunni var eins og vanalega úr nógu af taka hvað töskur varðar. Þær voru hafðar í stíl við þemað, sem var m.a. náttúran og allir hennar litir. Þær eru sannkallaður draumur og er litatæknin mikið til 'colour blocking' sem eru margir mismunandi litir saman. Þær eru tilvaldar til að poppa upp svartan klæðnað.

ssprada

Auglýsingaherferð fyrir vor og sumar 2008 / Á sýningarpallinum / Sienna Miller með eintak sem kostar u.þb. 140.000 kr.

 

Ein taska úr sumarlínunni hefur orðið séstaklega vinsæl. Það er 'the fairy bag' eða álfadísartaskan. Á henni er listræn teikning eftir listamanninn James Jean af álfadísum í svörtu og jarðlitum á hvítum bakgrunni. Að hafa svoleiðis tösku á handleggnum er nánast eins og að ganga með listaverk. Sienna Miller og Jennifer Love Hewitt eru meðal þeirra mörgu stjarna sem eiga eintak, en taskan seldist upp á tveimur dögum í Neiman Marcus og nú þegar er um þriggja mánaða biðlisti. Hún er úr skinni af dádýri og kostar um 150.000 krónur. Það er þó hægt að fá minni veskisútgáfu fyrir þriðjung stærri töskunnar.

pradafairybag
Báðar töskurnar eru til með tvem mismunandi teikningum
.
Fyrir utan þessar tvær útgáfur eru einnig clutches í úrvali í fallegum skærum ’jewel’ litum úr nyloni, leðri og satíni.

ssprada-

Töskurnar sem eru væntanlegar fyrir næsta vetur eru ekki alveg eins spennandi að mínu mati en engu að síður mjög flott hönnun. Litirnir eru svartur, brúnn og beige á leðri og í blúndum – en blúndur voru gegnum gangandi í allri línunni. Pífur voru notaðar til að gefa skemmtileg smáatriði.

fw08prada

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband