4.3.2008 | 15:02
Marstímaritin
Nú er kominn nýr mánuður og ætla ég að birta forsíður helstu tímaritanna fyrir mars. Ég veit að það eru nú þegar komnar forsíður af aprílblöðunum á netið, en það er þannig að mars tímaritin koma út í byrjun febrúar, apríl tímaritin koma út í byrjun mars o.s.frv, s.s. alltaf mánuði á undan þeim mánuði sem stendur á forsíðunni. En tímaritin koma svo seint til Íslands, þannig að mars blöðin eru flest nýkomin í verslanirnar. Margar verslanir eru þó byrjaðar að bæta þetta. Ég þoli samt ekki að ganga inn í tímaritaverslun/bókabúð og sjá tímarit merkt mánuðinum á undan - það þýðir í raun að það hafi komið út fyrir tveimur mánuðum og efnið búið til fyrir þremur mánuðum. Strangt til orða tekið er efnið nánast úrelt eða gamalt.
Á forsíðu breska Harper's Bazaar er Gisele Bundchen klædd í kjól úr sumarlínu Prada. Marsútgáfan er svokallað Power Issue og er listi yfir valdamestu konur heims árið 2008. Stór grein er um topp breska hönnuði eins og Christopher Kane, Gareth Pugh, Vivienne Westwood, Giles Deacon o.fl.
Á forsíðu ameríska Harper's Bazaar er svo Lindsay Lohan. Amersíska Bazaar er aldrei með eitthvað virkilega spennandi forsíður og þessi mánuður var engin undantekning. Forsíðan er flott en þetta er líka nokkuð save útlit.
Chloe Sevigny er á forsíðu breska Elle. Blaðið er hnausþykkt og fullt af skemmtilegu efni. Eins og ég hef nefnt áður þá er Chloe orðinn stílráðgjafi blaðsins og mun sinna því næstu mánuðina. Mér finnst breska útgáfan af Elle orðið betra en það var og það stendur framar en það ameríska bæði hvað varðar frumleika og svo efnið sjálft.
Leikkonan Amy Adams er á forsíðu ameríska Elle. Ég er aldrei hrifin af pökkuðum forsíðunum þar sem ekkert sést fyrir texta.
Goðsögnin Kate Moss prýðir forsíðu breska Vogue í Dolce & Gabbana. Blaðið er stærsta marsblaðið í sögu tímaritsins, eða 430 blaðsíður. Það var sláð met í auglýsingum og eru þær á rúmum 280 blaðsíðum. Fullt af efni um vor og sumartískuna.
Það er Drew Barrymore sem er í ameríska Vogue. Eins og breska Bazaar er þetta svokallað Power Issue og inniheldur það allt frá viðtölum við valdamiklar konur til umfjallana um valdamikil tískuhús. Þið getið séð vídeó frá gerð forsíðunnar í fyrra bloggi.
Bæði franska og ítalska Vogue eru með fyrirsætur á sínum forsíðum, sem mér finnst alltaf jafn gaman. Lara Stone er í Vogue Paris, klædd í sumarlínu Prada. Kamila Filipcikova er í ítalska, í kjól frá Dolce & Gabbana.
Það er hún Gwen Stefani sem er á forsíðu V og finnst mér hún mjög flott. Þær Scarlett Johansson og Natalie Portman eru á forsíðu W - báðar í Miu Miu. Mér finnst svipurinn á Scarlett eitthvað svo fráhrindandi miðað við Natalie. Einnig skil ég ekki alveg hvað er málið með hundinn, einhver Paris Hilton fílingur við hann.
Að lokum er svo Rachel Bilson í Nylon.
Ég vil geta þess að forsíðurnar sem hér sjást gætu verið öðruvísi í íslenskum tímaritaverslunum. Ég næ í myndirnar á netinu og stundum eru tvær útgáfur af forsíðum í gangi - annars vegar fyrir áskrifendur og svo fyrir lausasölu.
Meginflokkur: Tímarit | Aukaflokkar: Fræga fólkið, Módel | Breytt 5.4.2008 kl. 19:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.