23.2.2008 | 16:47
Lúxus í Mílanó
Tískuvikan í Mílanó fyrir næsta vetur var í vikunni sem var að líða og það var nokkuð mikið um lúxus eins og venjulega. Við erum að tala um loðfeldi, glamúr og eðalefni. Í stað þess að fjalla um hverja sýningu fyrir sig ætla ég að skipta þessu niður í trend að þessu sinni.
Hjá Gucci, Moschino og Roberto Caballi mátti sjá áhrif frá Rússlandi með þjóðlegum munstrum. Í bland við rússneska þemað var svolítill rokkandi og hippaleg snið.Sokkabuxur í öllum mögulegum litum; grænum, fjólubláum, appelsínugulum, rauðum og bláum voru virkilega áberandi hjá hönnuðum eins og Bottega Veneta, Emilio Pucci, Iceberg og Moschino. Litirnir voru yfirleitt ekki mjög sterkir og oftar en ekki harmoneruðu sokkabuxurnar við skóna og dressið.
Þessi týpísku ítölsku munstur voru hjá hönnuðum Maruizio Pevoraro, Missoni og Emilio Pucci.
Hjá öllum stóru tískuhúsunum mátti sjá loðfeldi. Þeir voru stór partur af sýningum Marni, Fendi og Gucci.
Skíðalúkkið með tilheyrandi loðkrögum og dúnúlpueffektum var bæði á sýningarpöllum Emilio Pucci og Iceberg.
Iceberg, Roberto Cavalli og MaxMara áttu það sameiginlegt að sýna grófar prjónaflíkur, oft með skemmtilegum smáatriðum eins og fléttum.
Skautaskórnir halda áfram frá þessum vetri til þess næsta eins og var að sjá hjá Missoni, Prada, Iceberg og Emilio Pucci. Skautaskórnir voru í flestum tilfellum reimaðir upp að ökkla en náðu einnig upp að hnjám eða jafnvel upp á læri.
Sýning Prada einkenndist af blúndum og aftur blúndum. Einnig mátti sjá blúndur í sýningum La Perla, Roberto Cavalli og Versace.
Glamúrinn var ekki langt undan og glitrandi steinar prýddu margar flíkurnar. Lína MaxMara var nokkuð stílhrein, en glamúrinn poppaði hana þó upp. Aðrar sýningar sem innihéldu glamúr og glans voru t.d. 6267, Alberta Ferretti og Derercuny.
Meginflokkur: Tískusýningar | Aukaflokkar: Trend, Hönnuðir | Breytt 5.4.2008 kl. 19:44 | Facebook
Athugasemdir
ég elska allt sem er prjónað...eða næstum allt!!! stórir treflar...litlar peysur....ummmmmmm enda er svo skítkalt á þessu landi...að oft er þörf enn nú er nauðsyn fyrir Prjónaflíkur....
Hdora, 24.2.2008 kl. 17:33
by the way....Alberta Ferretti er svo smart....eða það sem hún selur í sínu nafni....ummm ítalir eru svo flottir...þegar það kemur að fallegum fötum...úffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffff
Hdora, 24.2.2008 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.