21.2.2008 | 17:33
Eau de Rose
Eitt af því skemmtilegasta við tískutímarit að mínu mati eru tískuþættirnir/myndasyrpurnar. Franska Vogue er mjög framarlega á sviði tískuþátta þar sem mikil vinna og listræn hugsun hefur verið lögð í syrpunar. Annað en mörg tímarit þar sem fyrirsætunum er skellt í föt og myndirnar teknar inní stúdíói. Það er oft ekkert voðalega spennandi. Þrátt fyrir það þarf takan ekki að vera flókin og því ætla ég að setja hér nokkrar myndir úr tískuþætti úr mars tölublaði franska Vogue. Bakgrunnurinn er einungis hvít strönd og sjórinn og leyfir það bleika litnum að njóta sín. Það er rússneska fyrirsætan Sasha Pivovarova sem prýðir myndirnar.
Mikið af bleiku gæti einhverjir verið að hugsa, en hann er þó frískandi í skammdeginu þessi bjarti litur. Mér finnst bleiku tónarnir njóta sín mjög vel við bakgrunninn og stjarnan er notuð á flottan hátt, en stjörnumunstur og stjörnuhálsmen voru vinsæl á sumar sýningarpöllunum m.a. frá Chanel og Yves Saint Laurent. Hvað varðar hár og förðun, þá er ég ekki að fíla hárið, svolítið tjásulegt. Veit ekki alveg með augnförðunina, en er allavega ekkert yfir mig hrifin.
Allt í allt finnst mér þetta samt mjög smart.
Meginflokkur: Tímarit | Aukaflokkur: Módel | Breytt 5.4.2008 kl. 19:42 | Facebook
Athugasemdir
Já svo sannarlega!
tiska, 21.2.2008 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.