Frumleiki í London

Núna er tískuvikan í London búin og það er alltaf gaman að sjá ungu og upprennandi hönnuðina þar. Tískuvikan er ekki eins veigamikil og í New York og París en samt sem áður var alveg fullt af flottri hönnun. Notagildi er ekki efst í huga hjá mörgum hönnuðanna, aðallega þá hjá þessum yngri. Þannig voru kjólar sem minntu heldur á arkitektúr hjá Roksana Ilincic og Giles sýndi mjög svo óvenjulegan klæðnað. En eins og áður hef ég valið nokkra góða hönnuði að mínu mati.
.

armandbasi

Á sýningu Armand Basi, þar sem Markus Lupfer er í fararbroddi, mátti líta á ýkt snið í sterkum litum. Litasamsetningin á munstrunum var nánast barnaleg og sniðin báru svolítinn dúkkufíling. Lupfer sagði um sýninguna að maður ætti að hafa gaman af fötum og njóta lita.

christopherkane

Christopher Kane nær enn og aftur að koma öllum á óvart. Lína hans innihélt mikið af pallíettum og öðrum skreytingum. Það var þó enginn ýktur glamúr þar sem hann náði jafnvægi með því að para grófar peysur og saklaus, gegnsæ chiffon efni með öllu glitrinu.

.

louisegoldin

Lína Louise Goldin samanstóð af prjónaefnispeysum með tæknilegum munstrum og má segja að hún hafi sett peysuklæðnað á annað stig. Hún segist hafa blandað saman hefðbundnum munstrum inúíta við forritunarkóða tölvuforrita. Útkoman varð nokkurs konar 'geim eskimóar'.

.

meadhamkirchhoff
Í línu Meadham Kirchhoff mátti líta á skósíð pils sem voru ýmist pöruð með síðum peysum, þunnum blússum eða jafnvel loðfeldi. Einnig voru hefðbundnari pils í stíl vinnufatnaðar framakonu. Hönnuðirnir segjast hafa haft framakonuna í huga við gerð línunnar, konuna sem vill klæða sig eftir skapi. Þeir bjuggu því til línu sem innihélt nauðsynjarnar í fataskápinn þessa tilteknu týpu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ánægð með þessa síðu, mun kíkja hingað á hverjum degi;)

Elín (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband