Lisaplace

Það er alltaf gaman að rekast á bloggsíður þar sem fólk setur myndir af klæðnaði hvers dags, og ennþá skemmtilegra þegar viðkomandi hefur flottan persónulegan stíl. Ég hef rekist á nokkrar sem mér finnst áhugaverðar og fylgist reglulega með nýjum færslum. Ein af þessum er sænsk stelpa sem á bloggsíðuna Lisaplace.

Það sem er kannski áhugaverðast við hana er að hún er fædd '94, sem sagt á 14.ári. Hún hefur þegar myndað virkilega flottan stíl þar sem hún blandar skemmtilega saman fötum frá stórum keðjum eins og H&M og Mango við vintage aukahluti eins og skó, töskur og klúta. Það er gaman að sjá svona unga stelpu sem tekur svolitla áhættu í fatavali og er greinilega ekki að reyna að falla inní hópinn.

Fyrir utan að setja inn myndir af fötum hvers dags má sjá virkilega flottar og listrænar ljósmyndir eftir hana. En hér á eftir koma svo myndir af flottum outfitum að mínu mati. Hún gæti ábyggilega veitt mörgum innblástur.

lisaplaceblog1
lisaplaceblog2
lisaplaceblog3
lisaplaceblog4
lisaplaceblog5
 

Myndir frá Lisaplace


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband