9.2.2008 | 13:56
Chloë Sevigny fyrir Opening Ceremony
Þar sem síðasta blogg var um Chloë Sevigny ætla ég að halda áfram umfjöllun um hana. Það nýjasta sem hún hefur tekið sér fyrir hendur er að hanna heila línu fyrir tískumerkið Opening Ceremony.
Fatnaðurinn hefur svolítinn vintage fíling og er að hennar sögn innblásin af stíl hennar í menntaskóla. Það er skemmtilegt hvernig línan samanstendur af allt frá kvenlegum blómamunstruðum kjólum til rokkaðra leðurökklastígvéla. En eins og hún segir sjálf er línan svolítið blönduð og margt gengur frá degi til kvölds.
Chloë hafði tvö atriði að sjónarmiði við gerð línunnar. Hver einasta flík þurfti að vera eitthvað sem hún myndi sjálf vilja eiga, og einnig sem hún hefði alltaf viljað að aðrir hönnuðu en hafði aldrei verið gert.
Samkvæmt heimildum kostar línan, sem inniheldur ásamt fatnaði einnig skó og sólgleraugu, allt frá 10.000 íslenskum krónum til 40.000 króna. Kannski ekki beint á viðráðanlegu verði, en fyrir áhugasama fæst línan í verslunum Opening Ceremony í New York og LA og svo einnig í Colette í París og Selfridges í London.
Klikkið hér til að horfa á viðtal við Chloe um línuna
Eftirfarandi eru myndir af Chloë í partýi í tilefni Chloë Sevigny for Opening Ceremony á tískuvikunni í New York síðasta mánudag 4.febrúar.
Myndir frá: OpeningCeremony.us, ChloeSevignyOnline.com
Meginflokkur: Hönnuðir | Aukaflokkur: Fræga fólkið | Breytt 5.4.2008 kl. 19:33 | Facebook
Athugasemdir
Frábær síða!!
Mig vantar svo að finna Ray Ban gleraugun sem Chloe á, þá er ég að meina sjóngleraugu en ekki sólgleraugun. Er búin að leita útum allt á netinu. Veist þú meira um þau?
Fastagestur (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 22:44
Takk fyrir það :)
Ég held reyndar að gleraugun sem Chloe er með séu vintage. Maður sér það betur á nærmynd.
Einu sem ég finn eru klassísku Ray Ban gleraugun (Ray-Ban RX 5121 öðru nafni Wayfarer), en þau eru ekki alveg eins og hún er með. Hér eru tenglar á klassisku:
http://www.bestbuyeyeglasses.com/ray-ban-rx-5121/274840.html
http://www.eyeglasses123.com/41982/Rayban-RX/RX-5121/buy.html
http://eyeglasses.go-optic.com/store/eyeglasses/details.asp?id=21251
Þú getur líka prófa að googla nafnið á týpunni og þá koma upp fleiri tenglar, og þá er kannski hægt að leita að hagstæðasta verðinu.
Þau eru samt ótrúlega flott, það er hægt að velja úr fjórum umgjörðum á síðunum fyrir ofan.
tiska, 11.2.2008 kl. 18:35
Takk fyrir þessa ábendingu:)
Mér finnst þau líka líkjast RB Clubmaster nema með plastumgjörð allan hringinn.
fastagestur (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 01:17
Já það er rétt hjá þér, þau líkjast frekar Clubmaster ;) Mér finnst báðar þessar týpur ótrúlega flottar.
tiska, 12.2.2008 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.