Chloë Sevigny

Chloë Sevigny er ekkert svakalega þekkt en það eru eflaust eitthverjir sem kannast við hana. Hún er leikkona og hefur hingað til aðallega leikið í indie kvikmyndum. Hún hefur vakið athygli á undanförnum árum fyrir virkilega flottan fatastíl. Hún fer ekki venjulegar leiðir í þeim efnum heldur er með töff persónulegan stíl og er góð í að blanda fötum saman á óvæntan en skemmtilegan hátt.

chloe1

Elle tímaritið hefur ráðið Chloë sem stílráðgjafa og mun hún sinna því starfi næstu mánuðina. Hún fær dálk í blaðinu og svarar þar bréfum sem tengjast stíl og tísku. Hún er á forsíðunni í mars og birtir tímaritið viðtal ásamt myndum af leikkonunni.

chloe2
 
 

Í viðtalinu segist hún stúdera allar tískusýningar á hverju tímabili og gerir lista yfir það sem hana langar í. Hún les einnig tískutímarit og fær innblástur úr bókmenntum. Hún verslar mikið vintage og heimsækir margar vintage verslanir í New York. Hún viðurkennir að oft væri auðveldara að hafa stílista í vinnu. Henni finnst aftur á móti ósanngjarnt þegar Hollywood leikkonum er hrósað fyrir flottan stíl, þegar þær ákveða svo ekki sjálfar hverju þær klæðast.

chloe3
 
 

Chloë á marga vini í tískuheiminum. Helst ber að nefna Marc Jacobs, sem hún hefur þekkt síðan hún var 17 ára. Þau kynntust árið 1992 þegar hann vann hjá Perry Ellis. Þetta var um svipað leyti og Marc kynnti hina eftirminnilegu grunge línu. Það sem hún er mest hrifin af í hönnun hans er hvað hann fer alltaf lengra og velur sér óvenjulegar leiðir. Af öðrum tískuvinum má nefna Nicolas Ghesquiere hjá Balenciaga, Stefano Pilati hjá YSL og Jack McCollough og Lazaro Hernandez, hönnuðir Proenza Schouler.

chloe4
 
 

Hvað ætli séu bestu tískuráðin hennar? Það að vita hvað fer manni vel, klæðast fötunum með stolti og sjálfstrausti.

Myndir frá ChloeSevignyOnline.com

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hdora

VÁ..Hvað hún er smart, alltaf....

Hdora, 8.2.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband