Febrúartímaritin

Ég ætla að vera með alltaf í byrjun hvers mánaðar forsíður á svona helstu, vinsælustu tískutímaritunum. Að mínu mati eru það Bazaar, Elle, Vogue og Nylon. Ástæðan fyrir því að ég tek ekki Cosmopolitan, Glamour og þau blöð, er að þó að þetta séu eflaust fín tímarit þá er kannski aðaláherslan ekki beint á tísku. En annars má hver dæma um það hvað sé 'alvöru' tískutímarit.

Það sem einkennir flest febrúar blöðin (og reyndar marsblöðin í sumum tilvikum) eru öll vor og sumar trendin. Þannig það er um að gera að kaupa nokkur blöð til að stúdera sumartískuna.

bazaarfeb
Breska Harper's Bazaar & Ameríska Harper's Bazaar

Eins og þið sjáið á báðum forsíðunum eru þeir að sýna allt það nýjasta fyrir sumarið, ameríska kannski meira.

ellefeb
Breska ELLE & Ameríska ELLE

Karolina Kurkova er á bresku forsíðunni, en þeir eru með sérstakt Trend Issue. Ég er búin að kaupa blaðið og var mjög ánægð. Það er 'trend report', það nýjasta í aukahlutum, fínar greinar og tvær myndasyrpur. Forsíðan á ameríska er pökkuð eins og vanalega og því ætti að nóg af áhugaverðu efni.

vogueukusfeb
Breska Vogue & Ameríska Vogue

Mér finnst æðislegt að sjá þegar það eru raunverulegar fyrirsætur á forsíðunum en ekki leik- eða söngkonur, þó það sé fínt af og til. Sasha Pivovarova prýðir forsíðu breska. Þeir eru með fullar síður af nýjustu trendunum, samt er mars blaðið 'Spring Collections Special', heilar 430 síður. Þrjár myndasyrpur/tískuþættir eru í blaðinu; Spring Forward, Light & Fantastic og Anarchy in the UK. Kate Bosworth er á forsíðu ameríska.

vogueforeignfeb

Vogue Paris & Vogue Italia
Naomi og Kate Moss á forsíðu franska. Virkilega flott! Agnete Hegelund & Kamila Filipcikova eru svo á forsíðu ítalska. Ég er ekkert allt of hrifin af coverinu, mjög kántrý.

feb-nylon
Nylon

The Kills á forsíðunni, en þennan mánuðinn er spes London issue. Spennandi.

Á morgun set ég svo myndband af gerð febrúar tímarits breska Vogue.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband