Færsluflokkur: Fræga fólkið

Það besta frá NY, París & Mílanó

Ef þið hafið ekki haft tíma eða nennu til að fylgjast með öllum sýningum á nýafstöðnum tískuvikum, þá hefur Style.com komið til bjargar með hnitmiðuðum myndböndum af því besta í hverri tískuborg. Viðtöl við hönnuði og smá brot af línunum ásamt álitum tískufólksins er eitthvað sem enginn vill missa af!

New York

Mílanó

París


Prada töskur

Það er eitthvað við töskurnar frá Prada, ég fell alltaf fyrir þeim. Síðasta haustlína innihélt nokkrar útgáfur af fallegum töskum. Þær sem urðu vinsælastar voru bæði í möttu leðri og með lakk áferð í svokölluðu 'colour bleed', þar sem dökkur litur nánast svartur blæddi inní ljósbrúnan. Aðrar töskur voru ýmist úr leðri í grænum og appelsínugulum tónum eða úr loðnu efni.

fwprada
.
Í sumarlínunni var eins og vanalega úr nógu af taka hvað töskur varðar. Þær voru hafðar í stíl við þemað, sem var m.a. náttúran og allir hennar litir. Þær eru sannkallaður draumur og er litatæknin mikið til 'colour blocking' sem eru margir mismunandi litir saman. Þær eru tilvaldar til að poppa upp svartan klæðnað.

ssprada

Auglýsingaherferð fyrir vor og sumar 2008 / Á sýningarpallinum / Sienna Miller með eintak sem kostar u.þb. 140.000 kr.

 

Ein taska úr sumarlínunni hefur orðið séstaklega vinsæl. Það er 'the fairy bag' eða álfadísartaskan. Á henni er listræn teikning eftir listamanninn James Jean af álfadísum í svörtu og jarðlitum á hvítum bakgrunni. Að hafa svoleiðis tösku á handleggnum er nánast eins og að ganga með listaverk. Sienna Miller og Jennifer Love Hewitt eru meðal þeirra mörgu stjarna sem eiga eintak, en taskan seldist upp á tveimur dögum í Neiman Marcus og nú þegar er um þriggja mánaða biðlisti. Hún er úr skinni af dádýri og kostar um 150.000 krónur. Það er þó hægt að fá minni veskisútgáfu fyrir þriðjung stærri töskunnar.

pradafairybag
Báðar töskurnar eru til með tvem mismunandi teikningum
.
Fyrir utan þessar tvær útgáfur eru einnig clutches í úrvali í fallegum skærum ’jewel’ litum úr nyloni, leðri og satíni.

ssprada-

Töskurnar sem eru væntanlegar fyrir næsta vetur eru ekki alveg eins spennandi að mínu mati en engu að síður mjög flott hönnun. Litirnir eru svartur, brúnn og beige á leðri og í blúndum – en blúndur voru gegnum gangandi í allri línunni. Pífur voru notaðar til að gefa skemmtileg smáatriði.

fw08prada

Ljóst gallaefni

Aðaltrendið í gallaefnum fyrir sumarið virðist vera frekar ljóst. Christopher Kane sýndi gallaefni sem var búið að tæta og var það í mjög fölum lit. Alexander Wang var einnig með ljóst gallaefni en Karen Walker var með óþvegið, en aðeins dekkra efni. Það er spurning hvort þetta verði stórt trend, en enn sem komið er hefur ekki mikið borið á því.

Það er þó tilvalið að lýsa upp á gallefnið fyrir sumarið og fá sér ljósar gallabuxur sem ná rétt fyrir ofan ökklann (í anda Alexander wang) og para saman við þunna blússu í blómamunstri a la Luella, eða gallabuxur í ljósum litum með extra víðum skálmum eins og sést á Sophiu Bush. Persónulega finnst mér fallegra þegar ljóst gallaefni er óþvegið og í frekar fölum tónum og það þarf að passa svolítið hvað fer saman við.

ljostgallefni
 
sophia_bush

Clutches í slönguskinni

Svokallaðar clutches hafa verið vinsælar undanfarið, en það eru frekar litlar og meðfærilegar töskur. Þær eru hið fullkomna svar við trendinu á töskum í yfirstærðum sem hafa verið helsta töskutrendið síðusta árið. Clutches hafa bæði sést á rauða dreglinum og á götustílsbloggsíðum. Þessar töskur hafa vanalega einungis verið notaðar í fínni tilefnum, en nú eru þær farnar að sjást á stjörnunum á daginn. Flottast þykir að hafa þær svolítið stórar enda þægilegra svo allar nauðsynjar komist ofan í. Töskurnar hafa oftast enga ól og er því haldið á þeim með annarri hendi. Þær voru mjög vinsælar á sýningarpöllum fyrir sumarið og var slöngu- og krókódílaskinn vinsælt efni.

Vintage verslanir hafa ágætt úrval af svipuðum  töskum í slönguskinni, aðallega í svörtu, navy bláu og vínrauðu. Svo hef ég séð nokkrar í tískuverslunum, svo það er um að gera að hafa augun opin fyrir nýjasta trendinu.

clutches
clutches2

Stjörnur

Stjörnur voru áberandi á sýningarpöllunum fyrir sumarið, hvort sem það var í formi munsturs á klæðnaði eða á aukahlutum. Það var óneitanlega Karl Lagerfeld sem gerði hvað mest úr þessu trendi og sýndi hann stjörnumunstur á allt frá buxum til kjóla og samfestinga. Til að sjá meira af þessu trendi hjá hönnuðunum horfið á myndbandið fyrir ofan.

stjornur

Auðvitað hafa ódýrari verslanir tekið upp stjörnutrendið, þá aðallaga með Chanel sem fyrirmynd.
Í efri röðinni frá vinstri: Star Print Dress frá ASOS, Deep V-Neck Star Print Dress frá ASOS, Star Print Tie Neck Blouse frá ASOS, Star Print Long Sleeve Blouse frá ASOS.
Neðri röð frá vinstri: Star Print Tea Dress frá ASOS, Star Print Blouse frá Topshop, Julie Brown Sophia Dress frá Revolve Clothing, Star Print Dress frá Topshop.


Marstímaritin

Nú er kominn nýr mánuður og ætla ég að birta forsíður helstu tímaritanna fyrir mars. Ég veit að það eru nú þegar komnar forsíður af aprílblöðunum á netið, en það er þannig að mars tímaritin koma út í byrjun febrúar, apríl tímaritin koma út í byrjun mars o.s.frv, s.s. alltaf mánuði á undan þeim mánuði sem stendur á forsíðunni. En tímaritin koma svo seint til Íslands, þannig að mars blöðin eru flest nýkomin í verslanirnar. Margar verslanir eru þó byrjaðar að bæta þetta. Ég þoli samt ekki að ganga inn í tímaritaverslun/bókabúð og sjá tímarit merkt mánuðinum á undan - það þýðir í raun að það hafi komið út fyrir tveimur mánuðum og efnið búið til fyrir þremur mánuðum. Strangt til orða tekið er efnið nánast úrelt eða gamalt.

mar-bazaar


Á forsíðu breska Harper's Bazaar er Gisele Bundchen klædd í kjól úr sumarlínu Prada. Marsútgáfan er svokallað Power Issue og er listi yfir valdamestu konur heims árið 2008. Stór grein er um topp breska hönnuði eins og Christopher Kane, Gareth Pugh, Vivienne Westwood, Giles Deacon o.fl.
Á forsíðu ameríska Harper's Bazaar er svo Lindsay Lohan. Amersíska Bazaar er aldrei með eitthvað virkilega spennandi forsíður og þessi mánuður var engin undantekning. Forsíðan er flott en þetta er líka nokkuð save útlit.

 

mar-elle


Chloe Sevigny er á forsíðu breska Elle. Blaðið er hnausþykkt og fullt af skemmtilegu efni. Eins og ég hef nefnt áður þá er Chloe orðinn stílráðgjafi blaðsins og mun sinna því næstu mánuðina. Mér finnst breska útgáfan af Elle orðið betra en það var og það stendur framar en það ameríska bæði hvað varðar frumleika og svo efnið sjálft.
Leikkonan Amy Adams er á forsíðu ameríska Elle. Ég er aldrei hrifin af pökkuðum forsíðunum þar sem ekkert sést fyrir texta.

 

mar-vogueusuk


Goðsögnin Kate Moss prýðir forsíðu breska Vogue í Dolce & Gabbana. Blaðið er stærsta marsblaðið í sögu tímaritsins, eða 430 blaðsíður. Það var sláð met í auglýsingum og eru þær á rúmum 280 blaðsíðum. Fullt af efni um vor og sumartískuna.
Það er Drew Barrymore sem er í ameríska Vogue. Eins og breska Bazaar er þetta svokallað Power Issue og inniheldur það allt frá viðtölum við valdamiklar konur til umfjallana um valdamikil tískuhús. Þið getið séð vídeó frá gerð forsíðunnar í fyrra bloggi

 

mar-vogueforeign


Bæði franska og ítalska Vogue eru með fyrirsætur á sínum forsíðum, sem mér finnst alltaf jafn gaman. Lara Stone er í Vogue Paris, klædd í sumarlínu Prada. Kamila Filipcikova er í ítalska, í kjól frá Dolce & Gabbana.

 

mar-vw


Það er hún Gwen Stefani sem er á forsíðu V og finnst mér hún mjög flott. Þær Scarlett Johansson og Natalie Portman eru á forsíðu W - báðar í Miu Miu. Mér finnst svipurinn á Scarlett eitthvað svo fráhrindandi miðað við Natalie. Einnig skil ég ekki alveg hvað er málið með hundinn, einhver Paris Hilton fílingur við hann.

 

mar-nylon


Að lokum er svo Rachel Bilson í Nylon.

 

Ég vil geta þess að forsíðurnar sem hér sjást gætu verið öðruvísi í íslenskum tímaritaverslunum. Ég næ í myndirnar á netinu og stundum eru tvær útgáfur af forsíðum í gangi - annars vegar fyrir áskrifendur og svo fyrir lausasölu.


Drew Barrymore í Vogue

Mars útgáfan af ameríska Vogue (sem er svokallað 'Power Issue') ber leikkonuna Drew Barrymore á forsíðunni, en þetta er í þriðja sinn sem hún er á forsíðunni. Fyrir neðan er myndband frá myndatökunni, tekið er viðtal við Drew og Vogue býður lesendum að skyggnast bakvið tjöldin. Það vakti athygli mína í myndbandinu þar sem sagt var að maður tengdi Drew einhvernveginn aldrei við tískuheiminn, en á síðustu árum hefur hún blómstrað í fallega konu og hún er farin að klæða sig flott og orðin svolítið elegant. Ég gæti ekki verið meira sammála!


Hervé Léger

Hervé Léger er þekktastur fyrir hönnun sína á svokölluðum bandage kjólum, sem eru níðþröngir og falla undir trendið body-con eða lauslega þýtt sem sjálfsmeðvitað. Ekki er þó hægt að vera annað en meðvitaður um líkamann sinn ef klæðast á einum af kjólum hans. Efnin í kjólunum er ríkt af lycra og spandexi til að ýta enn undir kvenlegan vöxt.

Léger var mjög vinsæll á 9.áratugnum og má segja að hátindur ferilsins hafi verið á þeim tíma. Fyrir nokkrum árum, þegar trendið birtist aftur á tískupöllunum, var merkið endurreist. Það var þó ekki hönnuðurinn sjálfur sem kom þar að verki, en nútímaútgáfan af kjólum Léger er byggð á gömlu módelunum.
 

Í dag eru vintage útgáfurnar ekkert óvinsælli en nýju, og selur vintage verslunin Decades í Los Angeles mikið af gamalli hönnun hans til stjarnanna. Það eru líka mörg nöfn Hollywood stjarna sem hafa klæðst Hervé Léger kjólum, allt frá ungstirnum á borð við Rihanna og Nicole Richie til eldri gyðja eins og Catherine Zeta Jones og Sharon Stone.

herveleger

 Victoria Beckham / Sophia Bush / Minka Kelly

 

Fyrir haustlínuna 2008 var fenginn hönnuðurinn Max Azria til að krydda upp á merkið og tókst það svo sannarlega. Hann setti sitt ’touch’ á fyrri hönnun og bauð auk kjóla upp á kápur og buxur. Línan var mjög fjölbreytt og litapallettan virkilega haustleg og elegant.

 

Myndir frá celebritygossip iheartthat queenoftheposhandbroke


Chloë Sevigny fyrir Opening Ceremony

Þar sem síðasta blogg var um Chloë Sevigny ætla ég að halda áfram umfjöllun um hana. Það nýjasta sem hún hefur tekið sér fyrir hendur er að hanna heila línu fyrir tískumerkið Opening Ceremony.

 
chloeforoc1
 

Fatnaðurinn hefur svolítinn vintage fíling og er að hennar sögn innblásin af stíl hennar í menntaskóla. Það er skemmtilegt hvernig línan samanstendur af allt frá kvenlegum blómamunstruðum kjólum til rokkaðra leðurökklastígvéla. En eins og hún segir sjálf er línan svolítið blönduð og margt gengur frá degi til kvölds.

chloeforoc2
 
 

Chloë hafði tvö atriði að sjónarmiði við gerð línunnar. Hver einasta flík þurfti að vera eitthvað sem hún myndi sjálf vilja eiga, og einnig sem hún hefði alltaf viljað að aðrir hönnuðu en hafði aldrei verið gert.

chloeforoc3

Samkvæmt heimildum kostar línan, sem inniheldur ásamt fatnaði einnig skó og sólgleraugu, allt frá 10.000 íslenskum krónum til 40.000 króna. Kannski ekki beint á viðráðanlegu verði, en fyrir áhugasama fæst línan í verslunum Opening Ceremony í New York og LA og svo einnig í Colette í París og Selfridges í London.

Klikkið hér til að horfa á viðtal við Chloe um línuna

Eftirfarandi eru myndir af Chloë í partýi í tilefni ‘Chloë Sevigny for Opening Ceremony’ á tískuvikunni í New York síðasta mánudag 4.febrúar.

 

cfos3

 

Myndir frá: OpeningCeremony.us, ChloeSevignyOnline.com


Chloë Sevigny

Chloë Sevigny er ekkert svakalega þekkt en það eru eflaust eitthverjir sem kannast við hana. Hún er leikkona og hefur hingað til aðallega leikið í indie kvikmyndum. Hún hefur vakið athygli á undanförnum árum fyrir virkilega flottan fatastíl. Hún fer ekki venjulegar leiðir í þeim efnum heldur er með töff persónulegan stíl og er góð í að blanda fötum saman á óvæntan en skemmtilegan hátt.

chloe1

Elle tímaritið hefur ráðið Chloë sem stílráðgjafa og mun hún sinna því starfi næstu mánuðina. Hún fær dálk í blaðinu og svarar þar bréfum sem tengjast stíl og tísku. Hún er á forsíðunni í mars og birtir tímaritið viðtal ásamt myndum af leikkonunni.

chloe2
 
 

Í viðtalinu segist hún stúdera allar tískusýningar á hverju tímabili og gerir lista yfir það sem hana langar í. Hún les einnig tískutímarit og fær innblástur úr bókmenntum. Hún verslar mikið vintage og heimsækir margar vintage verslanir í New York. Hún viðurkennir að oft væri auðveldara að hafa stílista í vinnu. Henni finnst aftur á móti ósanngjarnt þegar Hollywood leikkonum er hrósað fyrir flottan stíl, þegar þær ákveða svo ekki sjálfar hverju þær klæðast.

chloe3
 
 

Chloë á marga vini í tískuheiminum. Helst ber að nefna Marc Jacobs, sem hún hefur þekkt síðan hún var 17 ára. Þau kynntust árið 1992 þegar hann vann hjá Perry Ellis. Þetta var um svipað leyti og Marc kynnti hina eftirminnilegu grunge línu. Það sem hún er mest hrifin af í hönnun hans er hvað hann fer alltaf lengra og velur sér óvenjulegar leiðir. Af öðrum tískuvinum má nefna Nicolas Ghesquiere hjá Balenciaga, Stefano Pilati hjá YSL og Jack McCollough og Lazaro Hernandez, hönnuðir Proenza Schouler.

chloe4
 
 

Hvað ætli séu bestu tískuráðin hennar? Það að vita hvað fer manni vel, klæðast fötunum með stolti og sjálfstrausti.

Myndir frá ChloeSevignyOnline.com

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband