Færsluflokkur: Vídeó

Lagerfeld Confidential

Myndin sem allir tískuunnendur hafa beðið eftir er nú komin á DVD. Myndin heitir 'Lagerfeld Confidential' og sýnir ýtarlega frá tískuhönnuðinum Karl Lagerfeld. Karl er þekktur fyrir að vera hönnuður Chanel tískuhússins ásamt því að hanna línu undir eigin nafni. Fylgst er með degi í lífi hans bæði frá vinnu hans og persónulegu lífi. Myndin leyfir fólki að skyggnast inní draumaveröld tískuíkonsins sem allir elska og dá.

Áður hafa verið gerðar tvær myndir um Karl. Myndin 'Karl Lagerfeld Is Never Happy Anyway' var gerð árið 2000. Árið 2006 komu svo út heimildarþættirnir 'Signé Chanel' sem naut mikilla vinsælda. Með því að smella á titlana hér á undan getiði þið horft á myndirnar á YouTube.

Hægt er að kaupa myndina á lagerfeldfilm.com.


Það besta frá NY, París & Mílanó

Ef þið hafið ekki haft tíma eða nennu til að fylgjast með öllum sýningum á nýafstöðnum tískuvikum, þá hefur Style.com komið til bjargar með hnitmiðuðum myndböndum af því besta í hverri tískuborg. Viðtöl við hönnuði og smá brot af línunum ásamt álitum tískufólksins er eitthvað sem enginn vill missa af!

New York

Mílanó

París


Balenciaga & Balmain

Á meðan ég vinn í því að skoða allar sýningarnar frá París, og mun ég vonandi geta sett inn umfjöllun frá bestu sýningunum á morgun eða miðvikudaginn, þá ætla ég að setja inn góð myndbönd frá Style.com og Elle tímaritinu frá sýningum Balenciaga og Balmain.

Balenciaga

Balmain

 


Drew Barrymore í Vogue

Mars útgáfan af ameríska Vogue (sem er svokallað 'Power Issue') ber leikkonuna Drew Barrymore á forsíðunni, en þetta er í þriðja sinn sem hún er á forsíðunni. Fyrir neðan er myndband frá myndatökunni, tekið er viðtal við Drew og Vogue býður lesendum að skyggnast bakvið tjöldin. Það vakti athygli mína í myndbandinu þar sem sagt var að maður tengdi Drew einhvernveginn aldrei við tískuheiminn, en á síðustu árum hefur hún blómstrað í fallega konu og hún er farin að klæða sig flott og orðin svolítið elegant. Ég gæti ekki verið meira sammála!


Sýning Burberry fyrir haustið

burberryprorsum

Þótt að Parísartískuvikan sé í gangi núna og í rauninni að verða búin, ætla ég samt að gera umfjöllun um sýningu Burberry Prorsum, sem var á tískuvikunni í Mílanó. Úttekt á París kemur svo vonandi strax eftir helgi.

Ég féll algjörlega fyrir línu Burberry sem var í alla staði frábær að mínu mati. Hönnuður tískuhússins, Christopher Bailey, tókst að gera lúxuslínu með ólíkum áferðum og efnum og sterkum en fallegum litum.

Línan innihélt kápur í ýmsum sniðum og notaði Bailey stórar kápur jafnvel yfir fallega kokkteilkjóla. Húfur í 'grunge' stíl gáfu óneitanlega sýningunni unglegan blæ og tónaði ríkuleg efnin niður. Töskur, skór og skart voru ekki af verri endanum og fyrirferðamikið skartið sérstaklega, gaf sýningunni skemmtilegt yfirbragð. Í heildina var svolítið rokkívaf í línunni en lúxusinn var þó ekki langt undan. Það má eiginlega segja að Bailey hafi leikið sér svolítið með efni og áferðir - en hélt sig samt innan rammans.


Listrænt ferli Prada

pradass08

Fyrir neðan er myndband af innblæstrinum og listrænu hliðinni við gerð sumarlínu Prada. Það hvernig munstrin þróuðust út frá náttúrunni. Mjög flott gert og gaman að sjá fötin í víðari skilningi.


Lífsspeki frá Louis Vuitton

Rosalega flott auglýsing fyrir ferðatöskur frá Louis Vuitton. Dramatískt og fær mann til að hugsa svolítið. 

A journey


Hervé Léger

Hervé Léger er þekktastur fyrir hönnun sína á svokölluðum bandage kjólum, sem eru níðþröngir og falla undir trendið body-con eða lauslega þýtt sem sjálfsmeðvitað. Ekki er þó hægt að vera annað en meðvitaður um líkamann sinn ef klæðast á einum af kjólum hans. Efnin í kjólunum er ríkt af lycra og spandexi til að ýta enn undir kvenlegan vöxt.

Léger var mjög vinsæll á 9.áratugnum og má segja að hátindur ferilsins hafi verið á þeim tíma. Fyrir nokkrum árum, þegar trendið birtist aftur á tískupöllunum, var merkið endurreist. Það var þó ekki hönnuðurinn sjálfur sem kom þar að verki, en nútímaútgáfan af kjólum Léger er byggð á gömlu módelunum.
 

Í dag eru vintage útgáfurnar ekkert óvinsælli en nýju, og selur vintage verslunin Decades í Los Angeles mikið af gamalli hönnun hans til stjarnanna. Það eru líka mörg nöfn Hollywood stjarna sem hafa klæðst Hervé Léger kjólum, allt frá ungstirnum á borð við Rihanna og Nicole Richie til eldri gyðja eins og Catherine Zeta Jones og Sharon Stone.

herveleger

 Victoria Beckham / Sophia Bush / Minka Kelly

 

Fyrir haustlínuna 2008 var fenginn hönnuðurinn Max Azria til að krydda upp á merkið og tókst það svo sannarlega. Hann setti sitt ’touch’ á fyrri hönnun og bauð auk kjóla upp á kápur og buxur. Línan var mjög fjölbreytt og litapallettan virkilega haustleg og elegant.

 

Myndir frá celebritygossip iheartthat queenoftheposhandbroke


Bakvið tjöldin: Vogue

Myndbandið sýnir gerð febrúarútgáfuna af breska Vogue. Það er tekið viðtal við tískustjórann, Kate Phelan, og hún segir frá myndasyrpu í blaðinu með ýmsum upprennandi breskum hönnuðum eins og Gareth Pugh, Roksanda Illincic og Henry Holland. Það er tekið viðtal við Henry, sem segir það vera heiður að vera nefndur í syrpunni. Einnig er viðtal við Sarah Harris, sem er tískublaðamaður, en hún vann að gerð greinar um 20 ný trend fyrir sumarið. Anne-Marie Solowij sér um fegurð og heilsu, og aðalgreinin í þeirri deild var um ýmis frí sem eru góð heilsunni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband