Færsluflokkur: Verslanir

Sumarlína H&M

 

hm1
hm2
hm3
 

Stjörnur

Stjörnur voru áberandi á sýningarpöllunum fyrir sumarið, hvort sem það var í formi munsturs á klæðnaði eða á aukahlutum. Það var óneitanlega Karl Lagerfeld sem gerði hvað mest úr þessu trendi og sýndi hann stjörnumunstur á allt frá buxum til kjóla og samfestinga. Til að sjá meira af þessu trendi hjá hönnuðunum horfið á myndbandið fyrir ofan.

stjornur

Auðvitað hafa ódýrari verslanir tekið upp stjörnutrendið, þá aðallaga með Chanel sem fyrirmynd.
Í efri röðinni frá vinstri: Star Print Dress frá ASOS, Deep V-Neck Star Print Dress frá ASOS, Star Print Tie Neck Blouse frá ASOS, Star Print Long Sleeve Blouse frá ASOS.
Neðri röð frá vinstri: Star Print Tea Dress frá ASOS, Star Print Blouse frá Topshop, Julie Brown Sophia Dress frá Revolve Clothing, Star Print Dress frá Topshop.


Best Behavior

Ég kíkti í verslunina Trilogia í gær, en ég hafði ekki kíkt þar við nokkuð lengi. Ég sá alveg full af flottum vörum, meðal annars frá Diane von Furstenberg, See by Chloé og svo danska merkinu Best Behavior.

Ég var einmitt nýbúin að skoða haustlínuna frá Best Behavior á dönsku tískuvikunni sem var í síðustu viku, en ég hafði ekki heyrt um þetta merki fyrr. Enda gat ég ekki betur séð en að það hefði verið að sýna í fyrsta sinn á tískuvikunni.

Í Trilogiu sá ég mjög flottan víðan bol og síða gollu frá merkinu. Báðar flíkurnar voru úr röndóttu, þunnu, mjög mjúku efni. Ég læt fylgja með mynd sem ég fann fyrir áhugasama.

bestbehavior

Bolurinn til vinstri var einnig til í þessum bleika og gollan var einnig til í þessum gráa lit. Mig minnir að hvor flíkin fyrir sig hafi verið á eitthvað um 15.000 / 16.000 kr.


Kjóll frá Topshop í anda Balenciaga

Topshop er ein af mínum uppáhalds verslunum í ódýrari kantinum. Ég skoða oft netsíðuna hjá þeim og sé alltaf eitthvað flott, en oftar en ekki þegar ég fer í verslunina hérlendis finn ég ekki það sem ég hef séð á netsíðunni.

Er nýbúin að sjá töff stuttan kjól á heimasíðu Topshop, og minnti hann mig á sumarlínu  Balenciaga. Það er reyndar annað print á þessum, svokallað ombre, sem er ákveðin litatækni. Balenciaga sýndi hins vegar blómamynstur á sínum - en það var mikið um allskyns blómamynstur á pöllunum fyrir næsta sumar.

topshopbalenciaga

Auðvitað er þetta ekki eins, en það er heldur ekki markmiðið. Heldur að nota hönnunina sem innblástur og svo gera Topshop sína eigin útgáfu. Ýmis arty munstur sáust mikið fyrir sumarið og því er þetta print mjög flott.

Myndir frá topshop.com og style.com


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband