Fćrsluflokkur: Hönnuđir
9.2.2008 | 13:56
Chloë Sevigny fyrir Opening Ceremony
Ţar sem síđasta blogg var um Chloë Sevigny ćtla ég ađ halda áfram umfjöllun um hana. Ţađ nýjasta sem hún hefur tekiđ sér fyrir hendur er ađ hanna heila línu fyrir tískumerkiđ Opening Ceremony.
Fatnađurinn hefur svolítinn vintage fíling og er ađ hennar sögn innblásin af stíl hennar í menntaskóla. Ţađ er skemmtilegt hvernig línan samanstendur af allt frá kvenlegum blómamunstruđum kjólum til rokkađra leđurökklastígvéla. En eins og hún segir sjálf er línan svolítiđ blönduđ og margt gengur frá degi til kvölds.
Chloë hafđi tvö atriđi ađ sjónarmiđi viđ gerđ línunnar. Hver einasta flík ţurfti ađ vera eitthvađ sem hún myndi sjálf vilja eiga, og einnig sem hún hefđi alltaf viljađ ađ ađrir hönnuđu en hafđi aldrei veriđ gert.
Samkvćmt heimildum kostar línan, sem inniheldur ásamt fatnađi einnig skó og sólgleraugu, allt frá 10.000 íslenskum krónum til 40.000 króna. Kannski ekki beint á viđráđanlegu verđi, en fyrir áhugasama fćst línan í verslunum Opening Ceremony í New York og LA og svo einnig í Colette í París og Selfridges í London.
Klikkiđ hér til ađ horfa á viđtal viđ Chloe um línuna
Eftirfarandi eru myndir af Chloë í partýi í tilefni Chloë Sevigny for Opening Ceremony á tískuvikunni í New York síđasta mánudag 4.febrúar.
Myndir frá: OpeningCeremony.us, ChloeSevignyOnline.com
Hönnuđir | Breytt 5.4.2008 kl. 19:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
2.2.2008 | 22:46
Ragnhildur Steinunn í hönnun frá Júniform
Ég sá smá hluta af Laugardagslögunum í kvöld á Rúv, og eitt af ţví skemmtilegasta viđ ţann ţátt (ađ mínu mati) er ađ sjá hverju Ragnhildur klćđist.
Ég fylgdist svolítiđ međ ţćttinum í haust ţegar ţađ var mikiđ rćtt um fatnađinn hennar, sem var oftar en ekki frá Júniform. Birta í Júniform er í miklu uppáhaldi hjá mér af íslenskum hönnuđum, og margt mjög flott sem hún er ađ gera.
Í ţćttinum í kvöld tók ég strax eftir kjól sem Ragnhildur var í, en datt samt ekki í hug ađ ţađ vćri úr smiđju Júniform. Ég var svo á síđunni ţeirra áđan og sá kjólinn (eđa allavega mjög svipađan). Mér finnst hann međ ţví besta frá Júniform sem ég hef séđ í nokkurn tíma.
Mynd er af juniform.net
Hönnuđir | Breytt 5.4.2008 kl. 19:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)