Ný slóð

www.mode.blog.is

Ný slóð


Hvernig er best að klæðast sumartrendunum

Oft getur verið erfitt að átta sig á hvernig sé best að klæðast hinum ýmsu tískustraumum líðandi stundar. Sérstaklega þar sem fæstir hafa líkamsvöxt á við fyrirsætur, og þær því ekki besta fyrirmyndin. Ég ætla að útskýra og koma með hugmyndir um hvernig hægt er að klæðast 8 helstu sumartrendunum (sem ég setti á bloggið fyrir svolitlu). Hvað einkennir þau, hvað ber að varast o.s.frv. Það ætti að koma sér vel núna þegar sumarvörur eru í óða önn að birtast í verslunum.  

1.  Rómantík
Það sem einkennir rómantíska trendið eru fjaðrir, pífur, létt efni og fölir litir. Pífur og rufflur (ruffles) verða sérstaklega vinsælar. Hvað fjaðrir varða, þá getur verið erfitt að klæðast þeim án þess að þær séu örlítið búningalegar. Það eru því frekar smáatriðin sem gilda þar og einnig aukahlutir. Fjaðraður kjóll getur þó verið flottur ef hann er látinn vera aðalatriðið og öðru í útlitinu haldið minimalísku og nútímalegu. Chiffon efni koma sterk inn og litirnir eru frekar hreinir og ljósir.  

2.  Blómamunstur
Þetta er trend sem hefur náð miklum vinsældum nú þegar. Það sem einkennir það eru blómamunstur af ýmsum gerðum og stærðum. Flottast er þegar munstrin eru á léttum sumarkjólum, pilsum og þunnum blússum. Rufflur henta vel hér og svolítill hippafílingur er bara af hinu góða. Gladiator sandalar henta vel við þetta munstur, þar sem þeir gefa því aðeins hrárra lúkk. Best er að leita eftir örsmáum blómum eða frekar stórum, meðalvegurinn getur haft með sér of mikinn fortíðarfíling.  

3.  Gegnsæ efni
Eftir harða útlit vetrartískunnar kemur meira sakleysi. Þetta trend einkennist af mismunandi lituðum efnum sem hafa það sameiginlegt að vera þunn og gegnsæ. Það er best að hugsa vel um hverju maður klæðist undir og varast skal að hafa þau þröng. Gegnsæu efnin koma best út ef þau eru frekar litlaus og því fallegra að klæðast sterkari litum undir.   

4.  Útvíð pils
Pilsatrendið einkennist af mikilli vídd og kvenleika. Þau geta verið í ýmsum síddum en forðast skal að þau séu síðari en hnén, sérstaklega ef víddin er mikil. Mismiklar rykkingar eru í pilsunum og best að þær séu meiri í stuttum pilsum heldur en síðum. Þau þurfa að vera há í mittið og draga það inn til að fá athyglina þangað. Hvað efri partinn varðar, þá henta aðsniðnir bolir, jakkar og blússur best ef tekið er tillit til hlutfalla. Leggirnir skulu vera helst vera berir, leggings eru allavega bannaðar.  

5.  Innblástur frá Afríku
Afríkutrendin einkennast af klæðnaði í safarístíl og munstrum innblásin frá ættbálkum Afríku. Safarístíllinn hefur verið vinsæll síðastliðin sumur, en nú er hann fágaðri og litirnir frekar í beige tónum heldur en mosagrænum. Ermalaus skyrtukjóll er gott dæmi um hvernig má ná þessu lúkki. Hvað munstrin varðar koma batík og ikat hvað sterkust inn.  

6.  Mjó belti
Beltin hafa frekar verið í breiðari kantinum undanfarið, en með sumrinu koma mjó belti. Stíllinn er frekar grófur og brúnir tónar eru vinsælir. Það þykir smart að hafa þau svolítið löng og beygja það svo inn og láta endann hanga aðeins niður – eða setja hnút. Flottast er að nota þau til að draga inn mittið á víðum og síðum kjólum í fyrirferðamiklum efnum.    

7.  Ökklabuxur
Aðalbuxnatrend sumarsins er án efa ökklabuxur. Þær einkennast af sídd sem er rétt fyrir ofan ökklann og eru þægilega víðar. Hægt er að nota buxur í venjulegri sídd og bretta svo upp á faldinn, hönnuður sýndu það í flestum tilfellum. Fallegir sumarsandalar henta einstaklega vel við buxurnar, sem og léttir jakkar. 

8.  Listræn áhrif
Munstur eru stór partur af sumartískunni og mátti gæta ýmissa listræna áhrifa. Þar sem kjólar í þessum munstrum eru oftast frekar fínir er best að klæðast þeim við aðeins fínni tilefni. Hér þarf að passa upp á hlutföllin, þar sem kjóllinn er áberandi skal varast að annað taki ekki athyglina af honum, eða geri útlitið flóknara.

sumartrend

Carine Roitfeld

Carine Roitfeld hefur ekki getað ýmindað sér hvers konar tískuikon hún myndi verða þegar hún hóf sinn feril. Hún byrjaði sem stílisti, bæði hjá franska Elle og sjálfstæð. Eftir að kynnast ljósmyndaranum Mario Testino árið 1986, hófu þau samstarf. Þau unnu að ýmsum auglýsingum og myndaþáttum fyrir bæði ameríska og franska Vogue. Eftir samstarfið með Testino, hóf Carine störf fyrir Tom Ford hjá Gucci og Yves Saint Laurent sem hans helsti tískuráðgjafi. Árið 2001 hafði svo Conde Nast fjölmiðlaveldið samband við hana um að ritstýra Vogue Paris. Hún gegnir þeirri stöðu enn þann dag í dag. 

Það sem er áhugaverðast við hana er líflega framkoman. Hún er þessi týpíska franska kona. Hún eltist ekki við að líta óaðfinnanlega út í fegurð – hárið er alltaf smá messy, augabrýrnar grófar og hún notar ekki mikið af farða. Þrátt fyrir að vera á sextugsaldri er hún ung í anda og útliti. Hún hefur líkama á við tvítuga stúlku og andlitið sýnir ekki mikil merki um öldrun. 

Hún hefur verið sögð ein best klædda kona heims. Stíllinn er elegant en samt fer hún oft á jaðarinn og sýnir hugrekki. Hún spilar leikinn ekki öruggt, heldur blandar snilldarlega saman nútímatrendum við klassískan lúxusklæðnað og tekur áhættu. Hún klæðir sig ekki of unglega en heldur hlutunum samt spennandi. Hún er í tískunni en ekki fórnarlamb hennar. 

Við fyrstu sýn lítur hún út fyrir að spá mikið í klæðaburðinn. En hún hugsar samt ekki mikið um hvaðan hún fær áhrifin. Hún hefur ekki áhuga á að kunna alla tískusöguna út í gegn og þekkja nöfn á hverjum einasta hönnuði – eitthvað sem maður lærir í tískuskóla. Hún segist hafa þetta allt í tilfinningunni, hún veit þegar henni finnst eitthvað spennandi og áhugavert. Eitt er þó víst – hún hefur eitthverja náðartískugáfu og virkilega næmt auga fyrir stíl – eitthvað sem er ekki hægt að læra í skóla. 

carineroitfeld11
 

Frægðarsól Carine hefur skinið skært allt frá því hún tók við ritsjórastöðunni. Hún endurmótaði blaðið eftir sinni eigin sýn. Franska útgáfan hefur eitthvað fram yfir hinar. Hugsunin á bakvið allt saman er listræn og útkoman er svolítið edgy, hrá, ögrandi og töff. Tímaritið hefur aldrei verið eins vinsælt og akkúrat núna.  

Það hvernig tískan er sett fram er hvað áhugaverðast við Vogue Paris. Hún er sett beinskeytt fram, þér er ekki kennt hvernig þú átt að klæða þig eftir líkamsvexti eða eftir einhverjum ákveðnum aldri. Það er ekki mikið gert til að láta tískuna verða aðgengilegri fyrir lesendur. Það eru ekki Hollywood stjörnur sem prýða forsíðurnar, heldur fyrirsætur. Það gengur ekki allt út á tískuna sem söluvarning, heldur sem listform.  

Carine stíliserar sjálf margar tískuseríur fyrir tímaritið. Hún byrjar ekki á byrjuninni í ferlinu, hún hugsar ekki um fötin fyrst. Hún segist búa til ákveðna sögu í hvert skipti sem hún stíliserar. Hún lítur á fyrirsætuna og býr til kvikmynd í höfðinu – hver er þessi stelpa og hvaða sögu býr hún yfir. Sjálf segist hún elska að blanda saman kvenlegu við karlmannlegt. Það er mjög franskt og kynþokkafullt.  

Í heimi Carine eru fyrirsætur aldrei of horaðar og demantar aldrei of dýrir. Tískan er hennar heimavöllur. Hún lifir og andar í heimi þar sem flestir eru óöruggir með sjálfan sig – henni líður hvergi betur. Í þessum heimi hefur hún völd, hún er fyrirmynd – hún er drottning tískuheimsins.

carineroitfeld22

Stórar axlir

Stórar axlir eru komnar aftur. Þá er ég ekki að meina herðapúða 80's tímabilsins. Flestir eru því sammála að þeir séu best geymdir inní skáp. En eins og flestir vita fer tískan í ákveðna hringi og nú er svo komið að áhersla á axlirnar verða áberandi í sumar. Þegar tískustraumur kemur aftur eftir margra ára 'pásu' þá er hann náttúrulega aldrei eins, og þetta trend er engin undantekning.

Stórar og miklar axlir birtast nú með ákveðnum nútímastíl og voru t.d. axlir Balenciaga í stóru blöðrusniði. Alexander McQueen hélt áherslunum á axlirnar innan ýkta marka. Nútímaáhrif þessa trends sáust best hjá Fendi, Yves Saint Laurent og Richard Nicoll - hreinar og skarpar línur axlanna og mjótt belti notað til að draga inn mittið, og þar með skapa ákveðnar andstæður. Það má segja að axlirnar séu frekar strúktúraðar, ermarnar eru stuttar og svolítill framtíðarstíll er yfir þeim.

strukturaxlir
strukturaxlir3

Jakkar

Meðal jakkatrenda fyrir sumarið eru stuttir og svo stórir jakkar. Stuttir jakkar henta einstaklega vel í sumarmánuðum, þar sem þeir eru oft stutterma og opnir, og þar af leiðandi léttir í hitanum. Flott er klæðast þeim sem yfirhöfn við sumarkjóla. En þeir henta einnig vel við mittisháar buxur eins og Luella sýndi. Þeir draga athygli að mittinu og eru því mjög kvenlegir.

Jakkar í yfirstærðum (oversized) hafa verið vinsælir síðustu ár. Þeir bera með sér svolítinn rokkfíling og eru oftast það stórir að þeir gætu verið karlmannsjakkar. Það er því best að halda jafnvægi á klæðnaðinum - ef jakkinn er stór, þá er best að vera annað hvort í þröngum buxum eða stuttu pilsi/stuttbuxum. Alexander Wang hélt sýnum jakka í hráum anda og ýtti ermunum upp. Sniðið á jakkanum frá Anna Molinari er nokkuð beint og í raun er hann frekar sniðlaust, þess vegna er smart að hafa svolítið volume í pilsinu.

jakkar

Hártíska sumarsins

Fyrir sumarið eru nokkur hártrend í gangi, ef marka má sýningarpalla hönnuðanna. Mikið er um úfið hár en einnig mátti sjá fágaðra útlit þar sem hárið var sleikt aftur í snúð eða tagl. Hér koma myndir og lýsingar á aðaltrendum sumarsins.

hartiskan1

 hartiskan2

 hartiskan3

 hartiskan4

hartiskan5

Klikkið á myndirnar til að sjá þær stærri


Grískir gyðjukjólar

Fyrir sumarið voru grískir kjólar nokkuð áberandi hjá hönnuðunum. Kjólarnir eru innblástnir af grískum gyðjum til forna. Þeir eru í dreymandi efnum með rykkingum og oft með aðra öxlina bera. Það sem er svo æðislegt við þessa kjóla er kvenleikinn, sniðið leikur um vöxtinn þótt að stundum séu þau víð. Til að forðast of víð snið, getur verið flott að vera með þunnt bellti í mittinu.

Á sýningarpöllunum voru þeir bæði stuttir og skósíðir. Litirnir voru allt frá mildum pasteltónum til skæra lita. Það er mikill fjölbreytileiki og því geta allir fundið snið og liti sem henta. Þótt þessir kjólar séu oftast í fínni kantinum er tilvalið að klæðast þeim casual á fallegum sumardegi. Bæði háir hælar og fallegir sandalar henta, og því hægt að nota við ýmis tilefni.

 

trendgriskt

Lagerfeld Confidential

Myndin sem allir tískuunnendur hafa beðið eftir er nú komin á DVD. Myndin heitir 'Lagerfeld Confidential' og sýnir ýtarlega frá tískuhönnuðinum Karl Lagerfeld. Karl er þekktur fyrir að vera hönnuður Chanel tískuhússins ásamt því að hanna línu undir eigin nafni. Fylgst er með degi í lífi hans bæði frá vinnu hans og persónulegu lífi. Myndin leyfir fólki að skyggnast inní draumaveröld tískuíkonsins sem allir elska og dá.

Áður hafa verið gerðar tvær myndir um Karl. Myndin 'Karl Lagerfeld Is Never Happy Anyway' var gerð árið 2000. Árið 2006 komu svo út heimildarþættirnir 'Signé Chanel' sem naut mikilla vinsælda. Með því að smella á titlana hér á undan getiði þið horft á myndirnar á YouTube.

Hægt er að kaupa myndina á lagerfeldfilm.com.


Það besta frá NY, París & Mílanó

Ef þið hafið ekki haft tíma eða nennu til að fylgjast með öllum sýningum á nýafstöðnum tískuvikum, þá hefur Style.com komið til bjargar með hnitmiðuðum myndböndum af því besta í hverri tískuborg. Viðtöl við hönnuði og smá brot af línunum ásamt álitum tískufólksins er eitthvað sem enginn vill missa af!

New York

Mílanó

París


Sumarlína H&M

 

hm1
hm2
hm3
 

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband